Goðasteinn - 01.09.1995, Page 206
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
Félagið á eitt herbergi í húsinu.
Félagskona gaf gluggatjöld fyrir borð-
sal hússins, Sigríður Jónsdóttir Mið-
Grund.
Starf félagsins hefur verið farsælt gegn-
um árin. Megi vegur þess verða í þeim
anda sem upphaflega var stofnað til.
Guðrún Ingólfsdóttir og
Anna Tómasdóttir
B. Annáll 1994
Félagar 1994 voru 30, 1 aukafélagi og 4
heiðursfélagar.
Segja má að starfsemin sé lík hjá þessu
kvenfélagi sem öðrum kvenfélögum um
allt land. Það gefur umtalsverðar fjárhæðir
til styrktar hinum ýmsu samfélagsmálum,
s.s. til Dvalarheimilisins Kirkjuhvols,
Hjálparstofnunar kirkjunnar, til skóla-og
leikskóla sveitarinnar, Þroskahjálpar og
sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar (vegna
tækjakaupa). Auk þess styrkti félagið fjöl-
skyldu eina í næsta sveitarfélagið í erfið-
leikum hennar.
Tekjur voru af veitingasölu og bingó.
Önnur starfsemi á árinu var helst sú að
félagið þáði heimboð frá Kvenfélagi
Hraungerðishrepps og Kvenfélagi Fljóts-
hlíðarhrepps. Félagið stóð að 17. júní-
hátíðarhöldum og jólatrésskemmtun.
Haldið var upp á 50 ára afmæli félagdsins
30. apríl með fjölskylduskemmtun að
Heimalandi. Þar var rakin saga félagsins
frá upphafi. Heiðraðar voru 12 konur fyrir
vel unnin störf í þágu félagsins. Kynntur
var félagsfáni sem félagið lét gera í tilefni
af afmælinu og má geta þess að það var
félagskona, Sigríður Björnsdóttir á Fitja-
mýri, sem teiknaði myndina sem hann
prýðir. Kirkjukórinn söng syrpu af lögum,
leikþáttur sýndur sem saminn var af
konunum sjálfum og að lokum voru kaffi-
veitingar í boði félagsins.
Fjölskylduferð var farin í Þórsmörk í
samvinnu við Umf. Trausta í tilefni af „Ári
fjölskyldunnar“. Þessi ferð var mjög vel
heppnuð á allan hátt.
Eldri borgurum sveitarinnar var boðið í
dagsferð og var farið að Keldum á Rangár-
völlum, síðan að Þingborg og ekinn hring-
ur um Árnessýslu.
Þetta er það helsta sem hægt er að segja
um starf félagsins á árinu.
Stjóm 1994:
Sigrún Árnadóttir formaður
Sigrún Adolfsdóttir ritari
Þóra Gissurardóttir gjaldkeri.
Sigrún Arnadóttir
Kvenfélagið Fjallkonan
Félagið var stofnað 1. október 1939.
Fyrstu stjórn þess skipuðu Dýrfinna Jóns-
dóttir Eyvindarhólum formaður, Guðný
Ólafsdóttir Skarðshlíð ritari og Ása Giss-
urardóttir Drangshlíð gjaldkeri. Núverandi
stjórn skipa Magðalena Jóndóttir Drangs-
hlíðardal formaður, Ólöf Bárðardóttir
Steinum gjaldkeri og Guðný Valberg
Þorvaldseyri ritari. Félagar eru 39.
Félagsfundir voru 7 og stjórnarfundir 6.
Haldin var sýnikennsla í konfektgerð.
Halla Aðalsteinsdóttir hélt fyrirlestur um
atvinnumál kvenna. Haldin var árshátíð í
Fossbúð og boðið 5 kvenfélögum. Þá var
staðið fyrir kirkjukaffi á aðventu og 17.
júní kaffi.
Kvenfélagskonur fóru saman út að
borða í Höfðabrekku í Mýrdal. Seld voru
jólakort fyrir SSK og dagatöl fyrir Þroska-
hjálp. Gjafir á árinu til menningar og lrkn-
armála námu alls 135.000 kr.
Magðalena Jónsdóttir
-204-