Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 208
Goðasteinn 1995 Kvenfélög
ANNÁLAR
samtökum lið með fjárframlagi og sjáum
um veitingar við ýmis tækifæri.
A síðasta aðalfundi varð sú breyting á
stjórn félagsins að kjörtímabil Guðrúnar í
Hólmi sem ritara var lokið. Baðst hún
undan endurkjöri. Var Helga á Búðarhóli
kosin í hennar stað. Sæbjörg sagði af sér
sem varaformaður og var Kristín í Odda-
koti kosin í hennar stað. Stjórn og vara-
stjórn er því þannig skipuð:
Gerður S. Elimarsdóttir formaður, Jóna
Sigþórsdóttir gjaldkeri, Helga Bergsdóttir
ritari. Varastjórn: Kristín Sigurðardóttir
varaformaður, Guðbjörg Albertsdóttir
varagjaldkeri, Valgerður Sigurjónsdóttir
vararitari. Endurskoðendur eru þær Svava
Helgadóttir og Halldóra Ólafsdóttir.
Góuballsnefnd auk stjórnar er þannig
skipuð: Guðrún Aradóttir, Sigríður
Erlendsdóttir, Svava Helgadóttir, Margrét
Strupler, Valgerður Sigurjónsdóttir og
Olga Thorarensen. Til vara: Halldóra
Ólafsdóttir og Jóna V. Jónsdóttir
Gerður S. Elimarsdóttir
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Lóa í Holta- og Landsveit
var stofnað 25. apríl 1946. Stofnfélagar
voru 14.
Fyrsta stjórn: V. Ingibjörg Filipp-
usdóttir formaður, Margrét Jóhannsdóttir
ritari og Bjamrún Jónsdóttir gjaldkeri.
Tilgangur félagsins var að efla sam-
vinnu og samhug meðal kvenna í hreppn-
um, auka heimilisrækt, vekja smekkvísi,
líkna bágstöddum og styðja hverskonar
þjóðþrifamál eftir því sem efni og að-
stæður leyfa.
Nú eftir tæp 50 ár störfum við með
þessa hugsjón að stefnuskrá. Margt hefur
breyst í þjóðfélaginu. Við vinnum meira
sameinaðar með kvenfélögunum í
nágrannasveitarfélögunum.
Nú í dag erum við 15 félagar og stjórn-
in er skipuð 3 konum, þeim Sigríði Th.
Sæmundsdóttur formanni, Sigurbjörgu Eli-
marsdóttur ritara og Ólafíu Sveinsdóttur
gjaldkera.
Sigríður Th. Sœmundsdóttir
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Félagið var stofnað 25. janúar 1940 og
voru stofnfélagar 37. Nú eru félagar 39.
í stjóm félagsins eru: Formaður Særún
Sæmundsdóttir Smáratúni, ritari Jóna Elís-
abet Sverrisdóttir Unhól og gjaldkeri Sig-
urjóna Sigvaldadóttir Sólbakka. Varamenn:
Lilja Þrúðmarsdóttir Skarði (varafor-
maður) og Hrafnhildur Kristinsdóttir Jaðri.
Helstu verkefni félagsins á árinu 1994:
Bingó á sumardaginn fyrsta, 17. júní-
skemmtun og kaffisala í samvinnu við
ungmennafélagið. Jólaball í samvinnu við
Grunnskólann. Heimsókn til vistmanna á
Dvalarheimilinu Lundi. Útbúinn jólaglaðn-
ingur og færður öldruðum í hreppnum.
Hugsað um trjágróður í kirkjugarði. Seld
almanök fyrir Þroskahjálp. Seld jólakort
fyrir Ólafssjóð og Sjúkrahús Suðurlands.
Seldir pennar fyrir Krabbameinsfélagið.
Námskeið, kvöldvökur og ferðalag fyrir
kvenfélagskonur.
Scerún Sœmundsdóttir
-206-