Goðasteinn - 01.09.1995, Side 209
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Félagið var stofnað laugardaginn 30.
desember 1922. Sýnir það hinn mikla
áhuga hjá konum í hreppnum að þær
ferðuðust fótgangandi og á hestum milli
jóla og nýárs til þess að stofna félagið.
Fyrsti formaður félagsins var Ragnhildur
Jónsdóttir Stóra-Hofi, ritari var Elín
Hjartardóttir Rauðnefsstöðum og gjaldkeri
Aldís Skúladóttir Keldum. Á fyrsta starfs-
ári félagsins voru skráðar 28 konur sem
greiddu árgjald kr. 2,-. í dag erum við 32
og 1 heiðursfélagi og hafa ungar konur
verið duglegar að ganga til liðs við kven-
félagið síðastliðin ár.
Starfsemi félagsins hefur alla tíð verið
blómleg, þó hefur sennilega verið brotið
blað þegar fyrsti saumafundurinn var
haldinn árið 1961. Hefur það örugglega
gert félagið virkara og aukið kynni kvenn-
anna. Síðan hafa félagskonur skipst á um
að halda saumafundi og eru þeir nú 8 til 9
á hverjum vetri auk aðalfundar og haust-
fundar.
Kvenfélagið hefur frá upphafi staðið
fyrir ýmsum fjáröflunum og skemmtunum,
fyrstu áratugina á Strönd en síðar á Hellu.
Til dæmis hefur félagið staðið fyrir jóla-
trésskemmtunum síðan árið 1950, fyrst á
Strönd en síðar á Hellu í samvinnu við
Kvenfélag Oddakirkju.
Verkefni félagsins árið 1994 voru marg-
vísleg. Félagið gaf gjafir og styrkti ýmsa
aðila, s.s. Heilsugæslustöðina og
Grunnskólann á Hellu, Kvennaathvarfið,
Vímulausa æsku, Gigtarfélag Islands,
Hjálparstofnun kirkjunnar o.fl. Hefðbundin
verkefni félagsins eru heimsókn á
Dvalarheimilið Lund á Hellu, blómasala,
þrettándafagnaður, vorfagnaður og Jóns-
messuhátíð í samvinnu við Búnaðarfélag
Rangárvallahrepps. Einnig hefur félagið
tekið þátt í kvennahlaupi, annast sláturgerð
fyrir Dvalarheimilið Lund í samvinnu við
önnur kvenfélög í læknishéraðinu, haft
jólaföndur og selt kaffi við ýmis tækifæri.
Þórðarlundur er skógarreitur hjá
Gunnarsholti sem félagið hefur séð um
undanfarin 12 ár og gróðursett þar víði- og
birkiplöntur. En aðalfjáröflun okkar er
kaffisala í Gunnarsholti í tengslum við
árlega sýningu stóðhesta þar.
Þrátt fyrir að rúm 70 ár séu liðin frá því
að þetta kvenfélag var stofnað og miklar
breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma er
það sannfæring okkar að kvenfélög eigi
fullan rétt á sér enn í dag. Þörfin fyrir
stuðning þeirra er mikil og þiggjendur hafa
ávallt metið gjafimar mikils.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Lovísa Björk Sigurðardóttir formaður,
Helga Dagrún Helgadóttir gjaldkeri og
Linda Osk Vilhjálmsdóttir ritari.
Lovísa Sigurðardóttir
-207-