Goðasteinn - 01.09.1995, Page 211
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
aðsmót HSK með fríðan hóp og náðist
ágætur árangur. Varð félagið í 4. sæti í
stigakeppni félaga. Kristín Rós Kjart-
ansdóttir í Hjallanesi varð Skarphéðins-
meistari í flokki 14-15 ára og systir hennar
Elsa varð í öðru sæti. Elín Ólafsdóttir í
Pulu varð í þriðja sæti í flokki 12-13 ára og
Þórunn Sigþórsdóttir í Ási varð þriðja í
kvennaflokki.
Iþróttamaður ársins í borðtennis var
valin Kristín Rós Kjartansdóttir.
Körfuknattleikur
Félagið stóð fyrir æfingum í karla-,
kvenna-, drengja-, og stúlknaflokkum.
Engilbert Olgeirsson og Ketill Gíslason
sáu um þjálfunina. Lið frá Garpi tóku þátt í
öllum mótum HSK og stóðu liðin sig mjög
vel. Kvennalið Garps tók í fyrsta sinn þátt í
héraðsmóti. Félagið stóð fyrir jólamóti í
kvennaflokki, þar sigraði kvennaliðið og
stúlknaliðið varð í öðru sæti.
íþróttamaður ársins í körfuknattleik var
Viktor Burkni Pálsson, Rauðalæk.
Knattspyrna - sund
Guðjón Þorvarðarson kennari á
Laugalandi hefur séð um æfingar yngri
flokkanna í knattspyrnu og sundi.
Glíma
Æfð var glíma einu sinni í viku yfir
vetrarmánuðina. Að jafnaði mættu 15-20
krakkar á æfingarnar og stundum fleiri.
Kristinn Guðnason sá um þjálfunina.
Keppendur frá félaginu fóru á flest glímu-
mót sem haldin voru á landsvísu og innan
héraðs. í febrúar hélt Garpur innanfélags-
mót í glímu - Garpsmótið. Keppt var í
fimm flokkum drengja og stúlkna. 26
glímumenn mættu á mótið og sýndu
skemmtileg glímutilþrif.
Á kvöldvöku á héraðsþingi HSK var
háð bændaglíma Suðurlands og glímdi
Kristinn með liði HSK.
í mars fóru 10 keppendur í helgarferð
norður á Blönduós á grunnskólamót
íslands og landsflokkaglímu. Andrea
Pálsdóttir á Rauðalæk varð grunnskóla-
meistari 10 ára stúlkna úr 4. bekk.
I landsflokkaglímunni sigraði Guð-
mundur Loftsson í Neðra-Seli í hnokka-
flokki 10-11 ára, lagði alla keppendur sína
og varð Islandsmeistari. Fróðir telja hann
vera fyrsta Islandsmeistara Rangæinga í
glímu.
Á héraðsmót HSK á skírdag fóru 14
keppendur. Þar varð Andri Leó Egilsson á
Berustöðum héraðsmeistari í hnokkaflokki
10-11 ára. Andrea varð í 3. sæti í hnátu-
flokki, Erlendur Guðmundsson þriðji í
drengjaflokki 14-15 ára og Kristinn fjórði í
skjaldarglímunni.
I sveitarglímu Islands kepptu sjö frá
félaginu í sveitum HSK.
Iþróttamaður ársins í glímu var
Guðmundur Loftsson, Neðra-Seli.
Frjálsar íþróttir
Skiplagðar æfingar voru tvisvar í viku
ýmist á Brúarlundi eða Laugalandi. Leið-
beinandi var Teitur Ingi Valmundsson,
Flagbjarnarholti. Einnig gafst félögum færi
á að sækja æfingar á vegum HSK á Hvols-
velli undir leiðsögn Þráins Hafsteinssonar.
Garpsfélagar tóku þátt í mótum á
héraðs-og landsvísu og náðu eftirtöldum
árangri:
Rangæingamót innanhúss:
4. sæti 16 ára og yngri og 6. sæti 17 ára
og eldri.
Íþróttahátíð HSK utanhúss:
14. sæti 14 ára og yngri, 6. sæti 15-18
ára og í 11. sæti 19 ára og eldri.
HSK mót innanhúss:
4. sæti 15-18 ára og 9. sæti 19 ára og
eldri.
Félagar úr Garpi tóku einnig þátt í
eftirtöldum mótum: Meistaramóti Islands
15-18 ára, Bikarkeppni 16 ára og yngri,
-209-