Goðasteinn - 01.09.1995, Side 212
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
Meistaramóti íslands innanhúss 15-18 ára
og Rangæingamóti utanhúss.
Teitur Ingi Valmundsson náði þeim
áfanga að verða valinn í unglingalandsliðið
í frjálsum, en hann varð tvöfaldur Islands-
meistari í sínum aldursflokki, sigraði í
þrístökki og stangarstökki. Þá setti hann
HSK-met í sleggjukasti sveina, kastaði
29,76 m (karlasleggja). Teitur Ingi var
valinn íþróttamaður ársins í frjálsum
íþróttum.
I vetur var því miður lítið um skipu-
lagðar æfingar hjá þeim yngri, en 15 ára og
eldri gafst kostur á að sækja æfingar að
Laugalandi einu sinni í viku undir leiðsögn
Þráins Hafsteinssonar.
Þau sem voru valin íþróttamenn ársins
hjá Garpi, hvert í sinni grein, voru tilnefnd
í val á íþróttamanni ársins hjá Kiwanis-
klúbbnum Dímon.
Stjórn Garps skipa: Agústa K. Hjalta-
dóttir formaður, Kristinn Guðnason gjald-
keri, Margrét Teitsdóttir ritari, Engilbert
Olgeirsson form. almenningsíþróttanefn-
dar, Ketill Gíslason form. körfuknattleik-
snefndar, Páll Georg Sigurðsson form. glí-
munefndar og Teitur Ingi Valmundsson
form. frjálsíþróttanefndar.
Margrét Teitsdóttir
/
Ungmennafélag Asahrepps
Ungmennafélag Ásahrepps var stof-
nað 21. janúar 1911, stofnfélagar voru 21,
en árið 1994 voru félagar 59 talsins.
Aðaleign félagsins er félagsheimilið
Ásgarður. Hin síðari ár hefur félagsstarfið
heldur dregist saman. Með tilkomu
íþróttafélagsins Garps hafa íþróttir færst
þangað.
Fyrir nokkrum árum fór félagið að
halda hestamannamót á Selssandi 17. júní
og hefur það verið haldið árlega síðan.
Árið 1994 var starf félagsins með líku
sniði og verið hefur undanfarin ár. Dans-
leikur var haldinn helgina eftir sveitar-
stjórnarkosningar, en var fámennur. Virðist
orðið vonlítið með samkomu á þessum
gömlu stöðum, sem vissulega muna sinn
fífil fegri, en fólkið virðist stefna í aðrar
áttir nú um þessar mundir. Hestamanna-
mótið á Selssandi var haldið 18. júní í
sæmilegu veðri, tókst það vel og var ágæt-
lega sótt af mönnum og hestum.
Stjórn félagsins 1994 skipa eftirtalin:
Jón Þorsteinsson Syðri-Hömrum formaður,
Kolbrún Sigþórsdóttir Ási ritari og Isleifur
Jónasson Kálfholti gjaldkeri.
Jón Þorsteinsson
Ungmennafélagið Baldur, Hvolhreppi (UBH)
UMF Baldur var stofnað 17. nóvember
1928. Fyrstu stjórn skipuðu: Sigfús Sig-
urðsson formaður, Bergsteinn Kristjánsson
ritari og Sigurður Einarsson gjaldkeri.
Félagið hefur á starfstíma sínum sinnt
menningar og íþróttamálum. Má sérstak-
lega nefna blómlegt leiklistarstarf á árun-
um 1950 til 1960. Voru m.a. færð upp
leikritin Almannarómur, Spanskflugan,
Þorlákur þreytti og Saklausi svallarinn. í
-210-