Goðasteinn - 01.09.1995, Page 214
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
4. flokkur (drengir 13-14 ára) tók þátt í
íslandsmóti utanhúss og þurfti að fara í
erfið og dýr ferðalög, svo sem til ísafjarðar
og Borgamess. Liðið tapaði fimm leikjum,
gerði tvö jafntefli og vann tvo leiki. Þjálf-
ari var Helgi Jóhannsson.
5. flokkur (drengir 11-12 ára) tók einn-
ig þátt í Islandsmóti. Liðið sigraði í átta
leikjum, gerði tvö jafntefli en tapaði sex
leikjum. Einnig var farið til Vestmannaeyja
og spilað gegn Þór og Tý. Þjálfari var
Helgi Jens Arnarson. Þess má geta að sam-
eiginlegt lið - HB - er frá Heklu og Baldri í
öllum flokkum knattspyrnu.
Körfuboltadeild
Mikil starfsemi hefur verið á vegum
körfuboltadeildar á árinu. UBH lenti í 2.
sæti á HSK-móti í unglingaflokki og sá
Guðmundur Guðmundsson um þjálfun,
einnig tók deildin þátt í Islandsmóti.
Kvennalið UBH keppti á HSK-mótinu
og æfðu alls 12-15 stúlkur körfu síðasta
vetur. S. Einar Guðjónsson sá um þjálfun.
Hleypt var af stokkunum æfingum í
minnibolta. Jón Þór Helgason tók að sér
þjálfunina en hún felst einkum í kennslu í
grundvallaratriðum körfuknattleiks.
Frj álsíþróttadeild
Frjálsíþróttadeild var með íþróttaskóla
sem var mjög vel sóttur. I íþróttaskólanum
er leitast við að hafa sýnishorn af sem
flestum íþróttagreinum. Deildin stóð fyrir
leikjanámskeiði sem 25 böm á aldrinum 6-
12 ára sóttu.
Tveir keppendur fóru á Landsmót á
Laugarvatni og á Islandsmeistaramót í
Reykjavík. UBH og Þórsmörk sáu um
Rangæingamót í frjálsum íþróttum, sem
haldið var á Hvolsvelli og tókst mjög vel.
fþróttaannál lýkur með því að greina frá
íþróttamönnum UBH 1994.
íþróttamaður var kjörinn Guðmann
Óskar Magnússon og íþróttakona Hólm-
fríður Magnúsdóttir.
Stjórn 1994
Þorkell Þorkelsson formaður, Helgi
Jóhannesson ritari, Guðmundur Guð-
mundsson gjaldkeri. Helgi Jens Arnarson
varaformaður og Árni Þorgilsson með-
stjórnandi. Þorkell Þorkelsson flutti burtu á
árinu og við starfi hans tók varaformaður
félagsins. Ámi Þorgilsson gerðist formaður
HSK og við starfi hans tók Kári Rafn
Rafnsson.
Helgi Jens Arnarson
Ungmenn afélagið Dagsbrún
Aðalfundur félagsins var haldinn 5.
janúar 1994. í stjóm vom kosin Hrafnkell
Stefánsson formaður, Haraldur Konráðs-
son, gjaldkeri og Guðbjörg Albertsdóttir
ritari.
Haldnir voru 9 formlegir stjómarfundir
á árinu og fjölmargir óformlegir. íþróttir
voru hvað fyrirferðamestar í starfsemi
félagsins á árinu, sem jafnan fyrr og náðist
góður árangur víða, m.a. tvö gull á lands-
móti UMFI, sigrar unnust á meistaramóti
íslands í flokki 15-16 ára, sigur vannst á
Rangæingamótinu í eldri flokki utanhúss
og einnig á innanhússmótinu, svo eitthvað
sé tínt til. Iþróttamaður ársins var kjörinn
Örvar Ólafsson.
Körfuknattleiksæfingar voru haldnar í
Gunnarshólma yfir vetrartíman og í sumar-
-212-