Goðasteinn - 01.09.1995, Side 215
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 íþróttafélög
byrjun hófust æfingar utandyra og er langt
síðan þær hafa verið jafn fjölsóttar sem nú.
Leikjanámskeið var haldið í samvinnu við
Umf. Njál í júníbyrjun.
Félagið stóð fyrir þorrablóti í endaðan
janúar, einnig stóð það að útiskemmtun 16.
júní og almennum dansleik um kvöldið.
Jólabasar var haldinn síðast í nóvember og
loks var haldin jólaskemmtun 27. desem-
ber.
Hafsteinn Eyvindsson
Ungmennafélagið Eyfellingur, Austur-Eyjafjöllum
Haustið 1922 drógu nokkrir ungir menn
sig saman til að læra sund og fleiri íþróttir
undir stjórn Björns Andréssonar í Berja-
neskoti. Grófu þeir litla laug í möl og
veittu í hana heitu vatni, og varð þetta
fyrsti vísirinn að sundlaug félagsins. Þann
23. desember sama ár var svo Ungmenna-
félagið Eyfellingur stofnað. Fyrsti for-
maður þess var kjörinn Björn Andrésson
Berjaneskoti. Aðrir í stjórn voru kosnir
Olafur Eiríksson kennari og Sigurjón
Ingvarsson Klömbru, en þeir höfðu verið
tilnefndir í undirbúningsnefnd, ásamt þeim
Gissuri Gissurarsyni Drangshlíð og Eyjólfi
Þorsteinssyni Hrútafelli. Árið 1923 var
ákveðið að sækja um inngöngu í ÍSÍ.
Sundlaugin
Félagið á nú eina elstu sundlaug
landsins, Seljavallalaugina eldri, og þá
fyrstu sem kennt var sund í, en sund-
kennsla var í lauginni til margra ára. Hún
er 25 metra löng og nær 10 metra breið,
stendur rétt framan við gljúfur Laugarár og
myndar klettaveggur norðurhlið hennar.
Vatn í laugina er fengið úr heitum upp-
sprettum svo að segja við laugarvegginn.
Lauginni hefur verið haldið við svo sem
kostur er, en öll vinna við viðhald og
endurbætur er unnin í sjálfboðavinnu.
Félagsheimili
Árið 1927 reisti félagið 368 rúmmetra
samkomuhús og var því valinn staður við
þjóðveginn milli Skarðshlíðar og Hrúta-
fells. Var því gefið nafnið Dagsbrún, og
þjónaði það hreppsbúum til fjölda ára,
bæði sem samkomuhús og skóli. Húsið
hefur nú verið lagt niður sem samkomu-
staður og selt frá félaginu. Félagið á nú
hins vegar 5% í Fossbúð, nýju félagsheim-
ili sem reist var í Skógum og vígt árið
1993. í hlíðinni ofan við gamla húsið var
gróðursettur trjálundur sem nú hefur verið
hresstur við að hluta.
Félagsmál
Ungmennafélagið Eyfellingur hefur
alla tíð reynt að halda uppi sem öflugustu
félagslífi í sveitinni. Má þar nefna að til
skamms tíma voru leiksýningar á vegum
félagsins árviss viðburður, svo og spila-
kvöld í samvinnu við Ungmennafélagið
Trausta. Með tilkomu fleiri félaga hefur
þessi starfsemi færst frá félaginu. Það sem
stendur upp úr seinni árin er aðallega
tvennt, sem kalla má fasta punkta í sam-
komuhaldi, þ.e. Þrettándagleði með hinum
ýmsu furðuverum og 17. júní-samkoma
með kvenfélaginu. Tekjur sínar hefur fé-
lagið nær eingöngu af félagsgjöldum og
lottói, auk ýmissa söluherferða.
íþróttir
Iþróttir hafa alla tíð verið meginmark-
mið félagsins. Á fyrstu árum þess voru
frjálsar íþróttir aðaluppistaðan, en hin
síðari ár hefur fjölbreytnin aukist. Má þar
-213-