Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 216
ANNALAR
Goðasteinn 1995
nefna körfubolta og fótbolta. Sund hefur
verið stundað frá stofnun. íþróttafólk
okkar hefur aðallega keppt á mótum innan
HSK. Þó höfum við til nokkurra ára átt lið
í Islandsmótinu í knattspymu innanhúss.
Árið 1994
Starf félagsins á árinu 1994 var með
svipuðu sniði og áður. í stjórn sátu Sigur-
geir L. Ingólfsson formaður, Ásta Laufey
Sigurðardóttir gjaldkeri og Ármann Fannar
Magnússon ritari. Fréttabréf félagsins kom
út á árinu.
Félagið tók þátt í ýmsum íþróttamótum
og átti góðu gengi að fagna. Það sigraði
t.d. í svonefndri „Keppni úr fjarlægð“ sem
HSK gengst fyrir í ágústmánuði hvert ár.
Félagið hlaut 13.670 atkvæði sem deilt var
niður á 192 íbúa félagssvæðisins, alls
íþróttafélög
71,19 stig á íbúa. í 2. sæti varð Umf.
Baldur með heildarstigafjöldann 5.190 og
27,03 stig á íbúa.
Á Rangæingamóti í frjálsum íþróttum
sem haldið var á Hvolsvelli í ágúst varð
félagið í 3. sæti í flokki 16 ára og yngri.
á Rangæingamóti í frjálsum íþróttum
innanhúss sem haldið var á Heimalandi í
nóvember sigraði sameiginlegt lið Eyfell-
ings og Trausta í flokki 16 ára og yngri. I
flokki 17 ára og eldri varð liðið í 2. sæti.
Þrír einstaklingar unnu til gullmerkis í
Lýðveldishlaupinu í maí til ágúst, tveir til
silfurmerkis og þrír til bronsmerkis.
Loks mætti félagið með 10 starfsmenn
á 21. landsmót UMFÍ á Laugarvatni 14. -
17. júlí.
Sigurgeir Líndal Ingólfsson, formaður
Ungmennafélagið Framtíðin
Að sögn var lítil starfsemi hjá félaginu
árið 1994. Stjórn skipa: Birkir Ármanns-
son, Guðbrandur Pálsson og Guðni Þór
Guðjónsson.
Ungmennafélagið Hekla á Rangárvöllum
Þann 12. júlí 1908 var haldinn fundur í
Reyðarvatnsréttum, til undirbúnings stofn-
unar ungmennafélags á Rangárvöllum.
Taldi fundurinn nauðsynlegt að stofna ung-
mennafélag og var það samþykkt með 12
samhljóða atkvæðum. Þá var borin upp
tillaga um að þeir sem ætluðu að ganga í
félagið gæfu sig fram og létu rita nöfn sín í
fullri merkingu sem félagsmeðlimir, og
voru það alls 28 manns sem þá gengu í
félagið. Félagið heitir Ungmennafélagið
Hekla og eru félagsmenn núna 227.
Helstu verkefni hjá félaginu 1994 voru
þau að félagið tók þátt í mörgum íþrótta-
mótum og tók einnig að sér ruslahreinsun á
landsmóti hestamanna á Hellu. Réttarball
var haldið á vegum félagsins. Einnig
mættu margir félagsmenn til starfa á
landsmóti UMFI á Laugarvatni í sumar, og
mætti nefna margt fleira. Hekla er
eignaraðili að 25% hluta í nýjum íþrót-
tavelli sem er í uppbyggingu hér á Hellu
og eru aðrar eignir ýmis íþróttatæki.
Eftirtaldir einstaklingar fengu viður-
kenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á
árinu 1994: Eydís Tómasdóttir, Árni B.
Árnason, Bergrún Björnsdóttir, Styrmir
Grétarsson, Friðsemd Thorarensen, Hann-
es Árnason, Grímur Thorarensen, Ingþór
Magnússon og Helga Ámadóttir.
-214-