Goðasteinn - 01.09.1995, Page 217
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
Stjórn Heklu skipa: Fríður Gunnars- Helgason varaformaður og Brynjar
dóttir formaður, Sigurlína Magnúsdóttir Svansson meðstjórnandi.
gjaldkeri, Erla Guðjónsdóttir ritari, Omar í Erla Guðjónsdóttir
Ungmennafélagið Ingólfur
Ungmennafélagið Ingólfur var stofnað
þann 2. ágúst 1908 með 11 félögum, en
áður hafði verið haldin undirbúningsfund-
ur hinn 14. júní sem 18 menn sóttu.
A þessum undirbúningsfundi var kosin
bráðabirgðastjóm væntanlegs félags: For-
maður Gunnar Runólfsson Syðri Rauða-
læk, meðstjórnandi Gunnar Einarsson
Köldukinn og Sigurður Sigurðsson lausa-
maður Bjálmholti. Þessi stjórn sat til 16.
ágúst að kosin var ný stjórn svo skipuð:
Form. Gunnar Einarsson, ritari Gunnar
Runólfsson, féhirðir Tómas Kr. Þórðarson.
Það sem eftir var árs voru haldnir þrír
fundir - einn í hverjum mánuði.
Samtals gengu 35 í félagið og einn úr
félaginu á þessu fyrsta ári þess.
Arið 1994 voru félagsmenn 135. Fólst
starfsemin mest í almennri umhverfisvemd
sem nýstofnuð umhverfisnefnd sá um og
einnig í almennri heilsurækt og hreyfingu.
Félagið stóð fyrir göngudegi fjölskyld-
unnar og einnig tók það þátt í að hreinsa
rusl með vegum sveitarinnar ásamt öðrum
félögum. Um 20 manns gengu frá Lauga-
landi að skógræktarreit félagsins í landi
Nefsholts. Gangan var vel heppnuð og er
stefnt að því að hafa göngu sem þessa
árlega. Leikjanámskeið var haldið að
Laugalandi í samstarfi við Umf. Merkihvol
og var það vel sótt.
Félagið styrkti Þröst Guðnason, Þver-
læk til að sækja ráðstefnu ungbænda sem
haldin var í Finnlandi og félagið styrkti
líka kaup á sérbúinni tölvu handa Halldóru
Jóhannesdóttur í Stúfholti. Félagið hætti
rekstri gömlu sundlaugarinnar að Lauga-
landi og hefur hún verið lögð niður eftir
um 60 ára notkun þar sem ný laug er
komin við Menningarmiðstöðina á Lauga-
landi.
Stjórn félagsins skipa: Þröstur Guðna-
son formaður, Ragnheiður Jónasdóttir
ritari og Kristinn Guðnason gjaldkeri.
Þröstur Guðnason.
Ungmennafélagið Merkihvoll í Landmannahreppi
Ungmennafélagið Merkihvoll var
stofnað íjanúar 1928 að tilstuðlan séra
Ragnars Ofeigssonar. Stofnfélagar vom 9.
Félagið hafði og hefur sinn starfsvettvang í
hinum gamla Landmannahreppi. Félagið
hefur alla tíð starfað í anda ungmenna-
félagshreyfingarinnar, þótt verkefnabreyt-
ing hafi orðið í tímans rás.
Stjórn UMF Merkihvols starfsárið 1995
er þessi: Formaður Guðrún S. Þorleifsdótt-
ir Laugum, gjaldkeri Kjartan G. Magnús-
son Hjallanesi og ritari Ólafía Sveinsdóttir
Húsagarði.
Guðrún S. Þorleifsdóttir
-215-