Goðasteinn - 01.09.1995, Page 219
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
Ungmennafélagið Trausti Vestur-Eyjafjöllum
Félagið var stofnað 11. mars 1923.
Strax á fyrsta starfsári urðu félagar um 70
talsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sigmundur Þorgilsson Ysta-Skála, Þorleif-
ur Bjamason Indriðakoti og Markús Auð-
unsson Dalseli.
Fjöldi núverandi félaga er um 90, ævi-
félagar 8 og heiðursfélagar 4.
Helstu verkefni á árinu 1994 voru
þessi:
Félagar í Umf. Trausta tóku þátt í flest
öllum íþróttamótum sem haldin voru á
svæði HSK.
Heiðraður var afreksmaður úr hópi 14
ára og yngri, en það er gert árlega. Að
þessu sinni varð fyrir valinu Einar Viðar
Viðarsson frá Asólfsskála.
Af félagslífi er af mörgu að taka en
nefna má að félagið stóð fyrir Þórsmerkur-
ferð fyrir V.-Eyfellinga í samvinnu við
Kvenfélagið Eygló. Þangað fóru um 90
manns.
í september var haldið réttarball að
venju og 17. júní hátíðarhöldin í samvinnu
við Kvenfél. Eygló.
Þrettándabrennna var við Heimaland
eins og undangengin ár, félagsvist spiluð
og margt fleira.
Á íþróttasviðinu er helst að nefna:
Innanhúsmót Trausta í frjálsum íþrótt-
um var haldið í apríl, keppt var við Umf.
Skeiðamanna í millifélagsmóti í ágúst,
frjálsíþróttaæfingar, knattspyrnuæfingar og
leikjanámskeið voru yfir sumartímann
undir leiðsögn þjálfara.
Milli 20 og 30 manns tóku þátt í lýð-
veldishlaupinu og fjöldi kvenna skokkaði í
kvennahlaupinu.
Stjórn félagsins skipa:
Formaður Ragna Aðalbjörnsdóttir
Stórumörk, gjaldkeri Auður Sigurðardóttir
Eystra-Seljalandi og ritari Ingibjörg Guð-
mundsdóttir Efrihól.
Ragna Aðalbjörnsdóttir
Ungmennafélagið Þórsmörk í Fljótshlíð
Þann 10. nóvember árið 1917 var stofn-
að ungmennafélag í Fljótshlíðarhreppi og á
fyrsta aðalfundi þess hlaut það nafnið
„Þórsmörk“. Hefur félagið frá upphafi
starfað að mörgum menningarmálum í
sveitinni eins og leikstarfsemi, íþróttum,
málfundum, kvöldvökum, skógrækt, geng-
ist fyrir skemmtisamkomum, hópferðum,
hreinsunarátaki o.fl.
Síðustu ár hefur þó mest borið á
íþróttastarfsemi félagsins og hefur það alið
af sér marga frambærilega íþróttamenn
sem náð hafa mjög góðum árangri og hafa
sankað að sér mörgum titlum.
Árlega stendur félagið fyrir hátíðahöld-
um þann 17. júní ásamt Kvenfélagi Fljóts-
hlíðar og hafa þau jafnan tekist vel. Fé-
lagsmenn telja nú á annað hundrað og á
drjúgur hluti þeirra sæti í nefndum félags-
ins sem starfa að þeim málum sem á undan
eru rakin. Auk þess hefur félagið innan
sinna vébanda nokkra jólasveina sem
-217-