Goðasteinn - 01.09.1995, Page 220
ANNALAR
Goðasteinn 1995
koma til byggða um jólaleytið til að greiða
félagsgjöld sín og færa þægum börnum
glaðning.
Stjórn félagsins er þannig skipuð í dag:
Formaður er Eggert Sigurðsson Smáratúni.
ritari og jafnframt varaformaður er Sig-
urður Steinarsson Árnagerði, gjaldkeri er
Ásta Þorbjörnsdóttir Grjótá og meðstjórn-
endur eru Páll Eggertsson Kirkjulæk og
íþróttafélög
Ólafur Rúnarsson Torfastöðum.
Eggert Sigurðsson
P.S. Verðlaunabikara félagsins sem
stigahæstu einstaklingar hlutu þau Ágústa
Hjördís Kristinsdóttir Staðarbakka og Elías
Ágúst Högnason Hvolsvelli.
Hestamannafélagið Geysir
Hestamannafélagið Geysir var stofnað
27. nóvember 1949 en fyrstu kappreið-
arnar voru haldnar fyrr, eða eftir slátt á
Strönd á Rangárvöllum sama ár. Kom þar
mikill fjöldi fólks og þótti takast vel eins
og segir í gjörðabók félagsins.
Fyrsta stjórn félagsins var skipuð svo:
Formaður Ragnar Jónsson fulltrúi Hellu,
ritari Lárus Ág. Gíslason hreppstjóri Mið-
húsum, gjaldkeri Magnús Gunnarsson
bóndi Ártúnum. Meðstjórnendur voru
Nikulás Gíslason Lambhaga og Aðalbjöm
Jónsson Þómnúpi.
Stofnendur félagsins voru 25 talsins og
var félagssvæðið fyrst Rangárvallasýsla en
hefur í dag teygt anga sína til Vestmanna-
eyja, þar sem stofnuð var sérstök deild
innan félagsins 15. janúar 1994.
í dag eru félagar í Geysi um 500 talsins
er það næst stærsta félag landsins um þess-
ar mundir.
Starfsemin á árinu 1994 var fjölþætt.
Haldin vom þrjú vetrarmót þar sem keppt
var í tölti.
Félagsmót ásamt kynbótasýningu í
samvinnu við Búnaðarsamband Suður-
lands var haldið í júníbyrjum. Við vorum
aðilar að Landsmóti hestamanna sem
haldið var á Gaddstaðaflötum í júlímánuði.
Þá stóðum við að Stórmóti í ágústmánuði
ásamt 8 hestamannafélögum austan heiðar.
Farin var félagsferð að Leirubakka í Holta
og Landsveit þar sem gist var í tvær nætur.
Landsþing hestamanna var haldið á
Hvolsvelli í boði Geysis í nóvembermán-
uði og var árshátíð haldin í tengslum við
það á Laugalandi, þar sem um 400 manns
voru mættir. Að öðru leyti var starfsemi
félagsins með hefðbundnu sniði og ýmsar
uppákomur úti í hinum ýmsu deildum
félagsins, en það skiptist í níu starfsdeildir
þar sem kosinn er einn deildarformaður.
Athafnasvæði félagsins er Gaddstaðaflatir
á Rangárbökkum við Hellu þar sem félags-
húsið stendur ásamt öðrum eignum félags-
ins. Félagið er skuldlaust og eru eignir
þess taldar um 13 milljónir kr.
Félagið er áhugamannafélag með engan
launaðan starfsmann.
Núverandi stjórn skipa 1995: Form.
Haukur Guðni Kristjánsson Hvolsvelli,
ritari Úlfar Albertsson Hvolsvelli, gjald-
keri Þorbergur Albertsson Hellu, með-
stjórnendur Lisbet Sæmundsson Holtsmúla
og Gísli Sveinsson Leirubakka. Varafor-
maður Guðni Þór Guðmundsson Þúfu.
Haukur Guðni Kristjánsson
(Hestamenn undir Eyjafjöllum hafa
starfað í öðru hestamannafélagi, Hesta-
mannafélaginu Sindra í V-Skaftafells-
sýslu.)
-218-