Goðasteinn - 01.09.1995, Page 221
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
Golfklúbbur Hellu — GHR
Á árinu voru haldin 10 opin mót, 3
GSÍ-mót, 29 innanfélagsmót, þar af 8 M-
mót og 8 nýliðamót, og 2 sameiginleg mót.
Ákveðið var að halda vormótaröð með
stuðningi Samvinnuferða-Landsýnar sem
gaf þrjá ferðavinninga. Haldin voru 3 opin
mót í maí og töldu þau öll til aðalverð-
launa. Mótaröðin byrjaði á vormóti GHR
1. maí og mættu um 150 manns þrátt fyrir
leiðinlegt veður. Ekki náðist hins vegar
nægilega góð þátttaka í næstu 2 mót og
verður að endurskoða mótahald fyrir næsta
ár. í tengslum við fjölgun móta í maí var
ákveðið að fækka opnum mótum um mitt
sumar til að auðvelda almennum golf-
spilurum aðgang að vellinum.
Aðsókn almennra kylfinga á Strandar-
völl í sumar olli hins vegar vonbrigðum.
Aðsóknin var ágæt fram undir miðjan júní,
en greinilega dró úr aðsókn þegar HM í
knattspyrnu byrjaði. Síðari hluta sumars
var almenn spilun einnig lakari en áætlað
hafði verið.
Yið verðum að gera okkur grein fyrir
að samkeppni um golfspilara er sífellt að
harðna. Níu holu vellir skjóta upp koll-
inum eins og gorkúlur í nágrenni Reykja-
víkur og hér á Suðurlandi. M.a. má benda
á að í uppsveitum Ánessýslu eru nú 5 níu
holu golfvellir. Við þurfum að bregðast við
þessari þróun og reyna að laða að almenna
golfspilara, þannig að fólk sé tilbúið að
aka til okkar til að spila 18 holu völl í stað
þess að spila 9 holu völl sem er nær þeirra
heimili.
Meðal þess sem við getum gert er að
bjóða upp á góðan golfvöll, veitingar á
hóflegu verði, og skoða vallargjald með
tilliti til aukinnar samkeppni.
Þorsteinn Ragnarsson var af stjórn
skipaður liðsstjóri klúbbsins eins og á
síðasta ári, og valdi hann í þau lið sem
kepptu fyrir hönd klúbbsins í sveitakeppn-
unum á árinu.
Ákveðið var að senda sveit í 3. deild
sveitakeppni GSÍ sem halda átti á Eskifirði
og fór sveitin austur. Vegna mikilla rign-
inga varð að aflýsa mótinu og var GHR
falið að halda þessa keppni helgina á eftir.
Þá sendi GHR bæði A og B sveit. Árangur
okkar manna olli nokkrum vonbrigðum þar
sem menn léku almennt á mörgum högg-
um^yfir forgjöf.
I A sveit léku: Oskar Pálsson, Arn-
grímur Benjamínsson, Olafur Stolzenwald
og Þórir Bragason.
I B sveit léku: Guðjón Jóhannsson,
Tómas Baldvinsson, Sverrir Már Viðars-
son og Gunnar Gunnarsson.
Einn af hápunktum sumarstarfsins var
árleg sveitakeppni við Golfklúbb Selfoss,
sem í ár var haldin á Strandarvelli. GOS
sigraði nokkuð auðveldlega að þessu sinni
og heldur því enn bikarnum.
Stjórnarmóti í golfi, þar sem þátttöku-
rétt hafa stjórn og varastjórn, formenn
nefnda og vallarstarfsmenn, var í ár haldið
á Hvaleyrarvelli. Þátttakendur voru 11 og
sigurvegari varð Gunnar Bragason.
Eins og undanfarin ár eru tekjur af
leigumótum mjög mikilvægar fyrir klúbb-
inn, en í ár tóku 20 félagasamtök eða fyrir-
tæki völlinn á leigu til mótahalds sem er
nokkur fækkun frá því í fyrra.
Umferð á Strandarvelli árið 1994 var
þessi: (1993 í sviga) Almenn umferð
(skráning í skóla 4015 (3910); Opin mót
602 (592); GSÍ mót 103 (90); Vallarleiga
840 (921); Innanfélagsmót 419 (445); og
sameiginlega mót 95 (163). Á töðugjalda-
dag komu 75 kylfingar. Samtals 6149
(6121).
-219-