Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 222
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 íþróttafélög
Unglingastarf
Áfram var haldið á þeirri braut að
kynna golfíþróttina fyrir unglingum í sýsl-
unni. Samið var við Jón H. Karlsson,
íþróttakennara um kennslu unglinga í maí.
Jón kenndi á tveimur stuttum námskeiðum
og var aðsókn ágæt.
Seinni part sumars leiðbeindu félagar
úr GHR unglingum í 3 skipti. 7-14
unglingar mættu í hvert skipti.
Þörf er á að leggja mikla áherslu á
unglingastarf þannig að von sé á fjölgun
félaga í klúbbnum.
Fjármál
Afkoma klúbbsins er talsvert lakari en
gert var ráð fyrir í áætlun. Niðurstaða
reikninga sýnir hagnað kr. 220 þús. en gert
var ráð fyrir 881 þús. kr. í hagnað.
Rekstrartekjur eru samtals 6.109 þús. en
rekstrargjöld eru 5.889 þús.
Ástæðan fyrir lakari afkomu liggur
fyrst og fremst í minni tekjum af velli en
áætlað var. Afkoma ársins er þó vel við-
unandi og ráðist var í töluverðar fram-
kvæmdir sem voru gjaldfærðar á þessu ári.
Starfsmenn, félagatal o.fl.
Talsverðar breytingar urðu í starfs-
mannahaldi á vellinum. Nýr vallarstjóri,
Aðalsteinn Ingvason, var ráðinn og hóf
hann störf 1. apríl. Undir hans stjóm störf-
uðu síðan 2 sumarstarfsmenn, þar af einn
sem hafði unnið á vellinum áður.
Samið var við Hvolhrepp og Rangár-
vallahrepp að útvega unglinga í vinnu við
snyrtingu og gróðursetningu á vellinum í
eina viku. Hvolhreppur útvegaði 10 ungl-
inga sem unnu á vellinum undir stjórn
Svavars Friðleifssonar. Unnu þessir ungl-
ingar gott starf og verður vonandi áfram-
hald á þessu samstarfi.
Sami veitingamaður og síðastliðið
sumar, Sigurður Guðmundsson, var ábyrg-
ur fyrir veitingarekstri í golfskála. Guðni
Kristinsson sá hins vegar aðallega um veit-
ingar.
Aðalfélögum fjölgar á milli ára um
12% og er það ánægjuleg þróun, sérstak-
lega þar sem unglingum hefur fjölgað
verulega í klúbbnum. I árslok voru aðal-
félagar 131 (1993: 117) og aukafélagar 8
(12), eða samtals 139 (129). Þeir skiptust
þannig:
Aðalfélagar: 2 heiðursfélagar (2); 53
karlar (49); 6 konur (6 ), 15 hjón (15); 4
unglingar 16-18 ára (2); 26 unglingar 12-
15 ára (12); og 11 börn 11 ára og yngri
(16). Samtals 131 (117).
Aukafélagar 2 karlar (4) og 3 hjón (4).
Samtals 8 (12).
Búseta aðalfélaga skiptist þannig í
árslok:
Hvolsvöllur og nágrenni 64, Hella og
nágrenni 46, Reykjavík 16, Hveragerði 3,
Þorlákshöfn 1, Hafnarfjörður 1, Garðabær
1, Kópavogur 5, Seltjarnarnes 1, Svíþjóð
1.
Rangárvallasýsla 110, 79,2%, Stór-
Reykjavík 24, 17,2% Árnessýsla 4, 2,9%,
útlönd 1, 0,7%
Fundir, námskeið og kennsla
Auk aðalfundar voru haldnir 11
stjórnarfundir. Tveir stjórnarmenn sóttu
GSÍ þing í Reykjavík, og HSK-þing í Ara-
tungu.
Þórir Bragason sótti landsdómaranám-
skeið í Reykjavík og fjórir aðrir félagar
sóttu dómaranámskeið á Selfossi.
Framkvæmdir, tækjakaup og viðhald
A. Auglýsingaskilti
Á árinu tókst að fjölga þeim aðilum
sem styrkja klúbbinn með auglýsinga-
skiltum við teiga. Skilti voru sett upp á
öllum teigum, og jukust auglýsingatekjur
-220-