Goðasteinn - 01.09.1995, Side 223
ANNALAR
Goðasteinn 1995
íþróttafélög
frá fyrra ári um 8%. Þessi tekjustofn er
mjög mikilvægur fyrir klúbbinn og þurfa
klúbbfélagar að hafa augun opin fyrir
hugsanlegum auglýsendum, því enn er
hægt að setja upp mun fleiri skilti.
B. Framkvæmdir á velli
Stærsta framkvæmdin var lagning á
stofnæðum og greinum fyrir vökvunar-
kerfi. Búið er að leggja rör að öllum flöt-
um á vellinum og ætlunin er að taka vatn
úr læknum nálægt brúnni á 18. braut. Búið
er að byggja upp og þökuleggja nýja 4. flöt
og stækka 6. flöt.
Allar flatir voru gataðar með vatnsgöt-
unarvél. Haldið var áfram lagfæringu
göngustíga og umhverfis á vellinum.
Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf.
styrkti klúbbinn með nýjum bollum,
stöngum og fánum á allar flatir.
Bílaplan var lagað og aðkomu að golf-
skála breytt með lagningu hellulagðs
göngustígs. Keyptir voru bollar og flögg
fyrir púttvöll.
Utlagður kostnaður við ofangreindar
framkvæmdir nemur um 1.041 þús. kr.
fyrir utan vinnu starfsmanna, og er allur
þessi kostnaður gjaldfærður i ársreikningi.
C. Viðhald golfskála og tækjakaup
Helsta viðhald í golfskála var endur-
nýjun raflagna að hluta ásamt frágangi á
raflögn í vélageymslu. Útbúin var betri
aðstaða til verðlaunaafhendingar í sal
ásamt hornskáp fyrir verðlaunabikara.
Svavar Friðleifsson, formaður
Bridsfélag Eyfellinga
Bridsfélag Eyfellinga var stofnað í nóv-
ember 1983. Stofnfélagar voru 20 úr báð-
um Eyjafjallahreppum. Stendur í fundar-
gerð fyrsta fundar að spila skuli hálfsmán-
aðarlega. Fyrsti formaður félagsins var sr.
Halldór Gunnarsson í Holti.
Síðan hefur félagið stækkað, bæði að
félögum og útbreiðslu, því 1989 gengu
spilarar úr A,- og V.-Landeyjahreppum í
félagið, höfðu áður spilað í Gunnarshólma,
þannig að nú nær félagið yfir fjóra hreppa.
Skráðir félagsmenn eru nú 28.
Vetrarstarfið 1994-1995
Meðalfjöldi spilara á kvöldi sl. vetur
var u.þ.b. 20. Spilað var vikulega, á þriðju-
dagskvöldum. Eru þá háðar ýmsar innan-
félagsrimmur. Að auki gefst félögum kost-
ur á að taka þátt í ýmsum öðrum bridsmót-
um, s.s. svæðiskeppni Suðurlands, Skarp-
héðinsmóti eða íslandsmóti.
Keppt er árlega við Bridsfélag Hvols-
vallar og höfðu Hvolhreppingar sigur að
þessu sinni. Sl. vetur var einnig keppt við
Bridsfélag Hrunamanna. Skildu leikar
jafnir og stefnt er að áframhaldi. Að auki
spila sameinaðar sveitir Eyfellinga og
Hvolsvellinga við bridsdeild Rangæinga-
félagsins í Reykjavík árlega. Hafa þeir
brottfluttu jafnan haft sigur.
í desember hélt félagið upp á 10 ára
afmælið, tveimur árum of seint. Var þá
haldið veglegt afmælismót, öllum opið og
voru veitt peningaverðlaun. Sóttu það spil-
arar af suðvesturhorninu og urðu sterkir
spilarar úr Reykjavík hlutskarpastir. Gengi
heimamanna er ekki í frásögur færandi.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Heimir Hálfdanarson formaður, Skóg-
um.
Ólafur Bjarnason, Hildisey.
Sigurður Jónsson, Varmahlíð.
Heimir Hálfdanarson
-221