Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 228
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Ýmis félög
Keflavíkurflugvelli fyrstu deildina og hlaut
hún nafnið „Puffin“ (Lundi).
Árið 1975 var Erlu Guðmundsdóttur
sem starfaði sem dómtúlkur og skjalaþýð-
andi hjá Varnarliðinu boðið á fund hjá
bandarísku konunum. Henni leist vel á
félagsskapinn og vann hún að því að fyrsta
íslenskumælandi deildin, Varðan í Kefla-
vík, var stofnuð þann 22. desember sama
ár.
Samtökin áttu vaxandi fylgi að fagna
hér á landi sem annars staðar í heiminum.
Voru deildir stofnaðar víðs vegar um land.
Fram til ársins 1988 voru samtökin hér á
landi nefnd Landssamtök málfreyja, en
nafninu var þá breytt í Landssamtök ITC. I
kjölfar nafnbreytingarinnar voru samtökin
opin bæði konum og körlum, en fram að
þeim tíma höfðu eingöngu konur verið í
samtökunum. Landssamtökin greinast í
þrjú ráð, en í hverju ráði eru 5-6 deildir.
í Rangárþing árið 1986
Á haustdögum 1986 komu nokkrar
konur úr Rangárþingi saman á Hótel
Hvolsvelli til að ræða stofnun deildar fyrir
sýsluna. Þegar hér var komið sögu hafði
deild verið stofnuð á Selfossi. Hét sú deild
„Seljur" og komu konur þaðan með
fræðslu og ráðgjöf austur. Varð það úr að
rangæsku konurnar stofnuðu ITC Stjörnu
þann 4. október 1986. Félagar úr Seljum
aðstoðuðu á fyrstu fundunum. og Seljur
urðu móðurdeild Stjörnu.
Formlegur stofnskrárfundur, með 20
félögum, var haldinn 27. maí 1987 í sal
Mosfells á Rangárbökkum. Gestir komu
frá landsstjórn og stjórn III. ráðs ITC, og
margir boðsgestir voru úr héraðinu. Var
hátíðabragur yfir öllu þetta fagra vorkvöld
og stemmning góð.
Starfsemin
Fundir í Stjörnu eru haldnir tvisvar í
mánuði og standa yfir í tvo tíma. Starfsárið
er frá september og fram í maí ár hvert.
Dagskrá fundanna er nákvæmlega tímasett,
og því verða þeir sem eru með verkefni á
fundum að vera vel undirbúnir. Innan sam-
takanna er lögð rík áhersla á skipulag og
stjórnun. Á dagskrá fundanna eru félags-
mál, fræðsluefni, ræður, upplestur, hring-
borðsumræður og kastljós, svo að eitthvað
sé nefnt, og frá upphafi hefur verið flutt
ljóð á fundum í Stjörnu. Ekki gleymast
þættir um íslenskt mál, enda er ofarlega í
huga allra félaga „að elska og virða móð-
urmálið og beita því af mýkt“. Á hverjum
deildarfundi er ákveðið stef og tekur sá
sem flytur hvatninguna oft mið af stefinu í
málflutningi sínum. Hver forseti velur sér
stef fyrir starfsárið.
Þegar nýr félagi gengur í deildina fær
hann fróðlega handbók sem reynst hefur
mörgum notadrjúg og góð hjálp í deild-
arstarfinu. Verkefnum er úthlutað á hverj-
um fundi og dagskrámefnd gætir þess að
allir fái verkefni við sitt hæfi. Fyrstu
verkefni nýrra aðila em yfirleitt ekki stór.
Fá þeir t.d. hvatningu, sem er 1-2 mín.
hvetjandi ávarp í upphafi fundar eða stutt
lokaorð. Sá tími sem félagar fá til að
undirbúa hvert verkefni er hálfur mánuður.
Deildir mega ekki hafa fleiri en 30 aðila.
Þessi mörk eru sett til að hver og einn fái
nógu oft verkefni, svo að þjálfunin verði
margviss og nægileg. Mikið er lagt upp úr
hæfnismati innan ITC. Verkefnin eru metin
þannig að flytjanda er sagt hvað vel hefur
gengið og líka hvað betur hefði mátt fara.
Hæfnismatið er mikilvægt til að starfið
beri árangur. Þannig læra félagar að taka
gagnrýni og fá styrk og hvatningu hver frá
öðmm.
Starfsemi ITC er fjármögnuð með
árgjöldum. Sumum finnst gjöldin e.t.v. há,
en þegar litið er á þá fræðslu og gleði sem
starfið í ITC veitir þá er gjaldið ekki hátt.
Félagafjöldi hefur verið breytilegur í
deildinni, allt frá 13 og upp í 26 félaga
þegar best lét.
-226-