Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 230
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Ýmis félög
Lionsklúbburinn Suðri
Stofnandi Lionshreyfingarinnar var
bandarískur tryggingamaður að nafni
Melvin Jones, ættaður frá Arizona.
Stofnfundur Lionssamtakanna var í júní
árið 1917. A fyrsta umdæmisþing sam-
takanna sama ár mættu fulltrúar 23 banda-
rískra klúbba. Hreyfingin varð alþjóðleg
árið 1920, þegar fyrsti klúbburinn utan
Bandaríkjanna var stofnaður, en það var í
nágrannaríkinu Kanada. Arið 1926 voru
svo stofnaðir klúbbar í Kína og Mexíkó.
í dag eru félagar í Lionshreyfingunni
um ein og hálf milljón talsins í 171 landi
og klúbbarnir eru rúmlega 40.000. Lions-
hreyfingin er og hefur frá upphafi verið
óháð stjórnmálaflokkum og trúarbragða-
hreyfingum.
Til Islands barst Lionshreyfingin árið
1951, en hinn 14. ágúst það ár var fyrsti
klúbburinn stofnaður, Lionsklúbbur
Reykjavíkur. ísland er sjálfstætt fjöl-
umdæmi innan alþjóðasamtakanna, fjöl-
umdæmi 109, en fjölumdæmi eru þau um-
dæmi kölluð sem í eru a.m.k. tvö önnur
umdæmi á sama svæði. A Islandi eru um-
dæmin tvö, umdæmi 109A sem tekur yfir
hluta Reykjavíkur, Suðurland og Austur-
land og umdæmi 109B. Samtals eru á
landinu 94 Lionsklúbbar, 4 Lionessu-
klúbbar, en það eru kvennaklúbbar með
takmörkuð réttindi, og 2 Leoklúbbar, sem
eru unglingaklúbbar á vegum Lions-
hreyfingarinnar. Rétt er að taka fram að
auk Lionessuklúbbanna starfa konur innan
Lionshreyfingarinnar ýmist við hlið karla í
venjulegum Lionsklúbbum eða í sér-
stökum Lionsklúbbum.
Lionsklúbburinn Suðri starfar í Vík,
Mýrdal og undir Eyjafjöllum og er í urn-
dæmi 109A á 3. svæði ásamt 4 öðrum
klúbbum. Hann var stofnaður 22. febrúar
árið 1968 af 29 stofnfélögum og hefur
starfað óslitið síðan. Félagafjöldi hefur
verið misjafn, komist allt upp í um 35 fé-
laga. Félagar klúbbsins eru nú 21, þar af
um fimmtungur úr Rangárvallasýslu.
Klúbburinn hefur á undanförnum árum
reynt að láta gott af sér leiða, bæði á lands-
mælikvarða, í alþjóðlegu tilliti og á heima-
slóðum. Þrisvar á ári leitar hann til íbúa
svæðisins til að fjármagna líknarstarf sitt.
Á hverju hausti er þannig gengið í hús og
seldar ljósaperur. Rétt fyrir jól birtast
Lionsfélagar á ný og selja jólasælgæti.
Þriðja fasta fjáröflunin er síðan í dymbil-
viku, en þá selja Lionsmenn blóm. Allur
ágóði rennur í líknarsjóð, en úr honum
styrkir klúbburinn ýmist bágstadda á
svæðinu eða gefur til annarra líknarmála.
Auk þessa tekur klúbburinn þátt í fjár-
öflunum á landsvísu, t.d. þeirri sem fram
fer annað hvert ár undir nafninu RAUÐA
FJÖÐRIN.
Á árinu 1994 var starfsemin
hefðbundin. Fyrri hluta árs var stjórn
klúbbsins skipuð þeim Jóni Valmundsyni
formanni, Sigurði Ævari Harðarsyni gjald-
kera og Sigurjóni Rútssyni ritara. Um mitt
ár tóku við þeir Guðmundur Sæmundsson
formaður, Eyjólfur Sigurjónsson gjaldkeri
og Guðmundur Elíasson ritari.
Guðmundur Sæmundsson
E.S. Annar Lionsklúbbur starfar í
Rangárþingi, en það er Lionsklúbburinn
Skyggnir á Hellu. - GS.
-228-