Goðasteinn - 01.09.1995, Side 232
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Ýmis félög
Odda, sr. Stefáns Lárussonar undirbún-
ings- og upphafsárið og sr. Sigurðar Jóns-
sonar frá því hann tók við í Odda á
Rangárvöllum af sr. Stefáni í júní 1991.
Um það bil 60 manns eru skráðir félag-
ar í Oddafélaginu. Enn sem komið er hefur
ekki verið unnið beinlínis að fjölgun fé-
laga, og félagsgjöld eru engin, en félagar
geta allir orðið sem þess óska. I stjórninni
eru 5 manns, en einnig fundar tvisvar á ári
15 manna fulltrúaráð. I stjórn Oddafé-
lagsins árið 1994 voru: Þór Jakobsson
veðurfræðingur, formaður. Drífa Hjartar-
dóttir bóndi og varaþingmaður, varafor-
maður, sr. Sigurður Jónsson í Odda, ritari,
Friðjón Guðröðarson sýslumaður, gjald-
keri, og Freysteinn Sigurðsson jarðfræð-
ingur, meðstjómandi.
Að beiðni ritnefndar Goðasteins skal
hér í stuttu máli gerð grein fyrir starfsemi
Oddafélagsins árið 1994 með því að vitna í
orð formanns á aðalfundi 30. mars 1995:
Á 5. ári félagsins er ýmislegt að verða
að hefð, festast í sessi.
Oddahátíð er elst, haldin í Odda helgina
næst sumarsólstöðum. Á Oddahátíð árið
1994 bar mikið til tíðinda. Hringsjá, út-
sýnisskífa var afhjúpuð. Það var
eftirminnilegur dagur. Oddafélagið hafði
hvatt til þess að af yrði og Héraðsnefnd og
Rangárvallahreppur brugðist rausnarlega
við. Sr. Sigurður í Odda skipulagði hina
hátíðlegu athöfn, en þrjár prestsdætur frá
Odda, í þjóðbúningi, tóku þátt í henni.
Oddastefna 1994 var haldin um haustið
í Skógum í boði heimamanna þar. Voru
móttökur hlýjar og raunsnarlegar. Fjöl-
breytt og fróðleg erindi um málefni þjóð-
minjasafna voru haldin. Birtust þau í
Goðasteini sem fyrr að tilstuðlan Friðjóns
Guðröðarsonar og urðu þar með aðgengi-
leg þeim sem komu ekki á ráðstefnuna.
Sæmundardagur í maí, næst dánardegi
Sæmundar fróða, 22. maí, er í mótun. Að
þessu sinni fólst hann í samræðum fræði-
manna og áhugamanna um fornmenningu,
í útvarpsþætti. Nú gerir stjórn það að til-
lögu sinni að Oddastefna verði haldin að
vori í stað hausts eins og undanfarin ár.
Oddastefna verður því eftirleiðis haldin á
laugardegi næst „Sæmundardegi“.
Sumarferð Oddafélagsins í ágúst 1994
var mjög vel heppnuð. Þetta var fyrsta
sumarferðin á vegum félagsins. Þyrfti að
ræða framtíðarskipan slíkrar ferðar.
Rangæingafélagið í Reykjavík fer svipaða
ferð um sama leyti og væri ráð að sam-
ræma þær. Kannski mætti hugleiða, hvort
færi vel á að hafa sumarferð 2. eða 3. hvert
ár.
Þetta eru hinir föstu liðir sem
Oddafélagið mun vonandi standa fyrir um
ókomin ár.
Þór Jakobsson veðurfrœðingur
-230-