Goðasteinn - 01.09.1995, Page 233
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Ýmis félög
Þeim datt það í hug...
Þeim datt það í hug konunum í sauma-
klúbbnum mínum,að hún Sjöfn ætti að
skrifa sögu klúbbsins.
Hvernig má það vera? Hún sem er ann-
ar yngsti félaginn og hefur ekki verið í
klúbbnum nema 30 ár! Hvemig getur hún
skrifað sögu þessa merka klúbbs sem er
meira að segja nafnlaus?
Jú, ef Þórný, yngismærin að lífárum,
þeirra tveggja yngstu starfandi, skrifar ekki
söguna, þá skal Sjöfn.
Tilefnið er að á árinu 1994 taldist svo
til, að þrjátíu ár væru síðan fyrrnefndar
konur gengu í þennan merka klúbb. Þar
byrjaði tímatalið (kristnir menn hafa
upphafið við fæðingu frelsarans).
Þessi atburður gerðist síðla vetrar árið
1964. Þá hafði þessi klúbbur verið til í
ómældan tíma með ómældum fjölda fé-
laga.
Tímatal hófst, þetta og hitt var fyrir og
eftir Þórnýju og Sjöfn.
Til að festa þetta ár betur í minni má
geta þess að um sumarið reið jarðskjálfti
mikill, 5,0 á Richter, yfir Rangárþing og
fannst um allt land að undanteknum
Austfjörðum. Jarðsprunga kom í veginn
við brúna, nýhlaðnir milliveggir hjá Einari
og Lóu hrundu, miðstöðvarofn fór af fest-
ingum hjá Guðna og Tótu, berjasultan og
allar saftflöskurnar hrundu úr hillunum hjá
Ellu á Árbakka og Hermann Pálsson hljóp
út á hlað á nærhaldinu einu saman. Hann
bjó á Hótelinu þá.
Hvort þessi jarðskjálfti varð vegna
tímatals klúbbsins, að náttúruöflin færu af
stað til að minna á upphafið, þá þurfti þó
nokkuð til að koma Sjöfn í klúbbinn. Ekki
skal getið um aðrar í þeim efnum.
Gefum henni orðið:
Ég hafði nokkrar stefnur á yngri árum,
þær breyttust eins og vindurinn á Islandi,
ég var vindmyllan, sem snerist eins og
vindurinn blés í það og það skiptið. Stefn-
urnar náðu stundum ekki lengra en að taka
ákvörðum um hvort ég færi á ball á
Heimalandi eða á Þingborg, endaði svo
kannski á Goðalandi eða í Gunnarshólma.
Eina stefnu hafði ég þó: Ég ætlaði aldrei í
félag eða klúbb. Að vísu þvældist ég einu
sinni á ungmennafélagsfund í Hellubíói.
Það átti að lífga við félagið, sem hafði
verið í dái um nokkum tíma. Það var gert,
ég gekk í félagið, það dó aftur það sama
kvöld. Endurlífgun átti sér stað einhverjum
áratugum síðar. Ég hef ekki heyrt, að mín
hafi verið saknað sem félagsmanns.
Greinarhöfundur, Sjöfn Árnadóttir.
-231-