Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 234
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Ýmis félög
Það hefur sennilega verið veturinn
1962-1963 sem Áslaugu á móti þótti rétt
að koma mótbýliskonu sinni í saumaklúbb
enda hafði Áslaug margra ára góða reynslu
af þess háttar félagsskap.
Ekki veitti mér af einu ári og hálfu
betur til að hugsa mig um. Þama var verið
að boða mér stefnubreytingu á þeirri einu
stefnu sem ég hafði fasta. Hvað skal gera?
Ekki gat ég breytt um stefnu sem var svo
ákveðin og bein og svo ef til vill síðar
halda áfram föst fyrir, bara rétt si sona.
Svo kom ráðið, ég beygði bara stefnuna
aðeins og viti menn, það var pláss fyrir
saumaklúbb. Þessi beygja hefur haldið vel
og ekkert brot í hana komið í rúm þrjátíu
ár. Eg held það sé nokkuð seigt í henni,
þoli alla vega næstu þrjátíu árin.
Eg fór í fyrsta klúbbinn, annan og þann
þriðja. Svo kom fyrsta árið, annað og það
þriðja. Það voru ómældar kökur á borðum,
frá smurbrauði, flatkökum og smákökum
upp í stærðar Hnallþórur og allt þar á milli,
bornar fram á höfðinglegan máta.
Vinnusemi var mikil til munns og
handa. Ekki var lagt upp með minna en að
prjóna sokka eða vettlingapar á kvöldi eða
bol á peysu. Þurfti þá stundum að vinda
upp hespur, ekki mátti stoppa. Handbragð
var með eindæmum gott. Skal þar sérstak-
lega getið um prjónaskap á vettlingum
með kaðlamynstri sem fáir geta leikið eftir,
ef nokkur.
Kaffi var drukkið tvisvar með meðlæti,
ekki veitti af, því hitaeiningum var brennt
við stífa vinnu. Mæting var óregluleg eða
klukkan níu til tíu að kvöldi og jafnvel
stundum síðar. En úthaldið var gott, verið
að til klukkan fjögur eða fimm að morgni.
Þetta voru heimavinnandi húsmæður
sem sluppu út frá karli sínum og krökkum.
Stundum fékk þó heimafólk að taka þátt í
gleðskap með þessum föngulegu konum
utan þess að fá að vera með, þegar klúbb-
urinn var á viðkomandi heimili. Fyrst skal
geta um fjölskylduferð í Hraunteig. Gleði
var í hópnum, ekki síst hjá börnunum.
Tvisvar, held ég, að við höfum farið með
bömin í Þjóðleikhúsið.
Með mökum okkar höfum við gert
ýmsar glettur. Leikhúsferðir, þar sem
borðað var fyrst og dansað á eftir, var
nokkuð fastur árlegur atburður um tíma.
! Heimboð vom í sumarbústaðina til Áslau-
| gar og Guðrúnar og kvöldstund í trjáræk-
tinni í Ölveri. Afmælin hennar Lilju eru
ógleymanleg, hvort sem var í Inghóli eða
Breiðvangi (hvert eigum við að fara
næst?).
Oft hefur verið hávaði í klúbbunum og
: ekki hefur okkur verið orða vant, enda
hressar konur. Umræðuefnið hefur verið
frá hörku pólitík, þar sem nefndakonan
Unnur er annars vegar og niður í hin
smæstu mál þar sem okkur er allt viðkom-
andi.
Ekki höfum við leitt öll mál til lykta og
ekki farið allar þær ferðir sem um var
talað. Afmælisárið er liðið og ekki fórum
við saman að sjá og heyra Kristján Jó-
hannsson síðastliðið haust. Getur verið að
Grænland taki á móti saumaklúbbnum
mínum í sumar í tilefni af þessum tímamó-
tum? Við höldum upp á afmælið, hvenær
sem það verður.
Margt hefur breyst á þessum rúmu
þrjátíu árum og margur dropinn til sjávar
runnið. Litli drengurinn minn sem fæddist
í janúar það ár sem tímatal hófst er orðin
31 árs, hans sonur fæddist árið 29 eftir
Þórnýju og Sjöfn. Það er merkilegt hvað
allt og allir eldast nema við!
Breytingar hafa þó orðið á formi klúbb-
sins. Niðurskurður mikill í kökuúrvali. Þar
hefur verið þrengt að smátt og smátt. Ætla
má að um miðjan líftíma klúbbsins hafi
niðurskurður miðast við þann kvóta, að
ekki væru fleiri en sex sortir á borðum. Ef
hliðarskál sást með ídýfu eða þess háttar
umfram sex, var viðvörun gefin.
Ekki voru mörg ár sem kostur gafst á
sex köku úrvali. Hnífnum var beitt og
-232-