Goðasteinn - 01.09.1995, Page 235
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Ýmisfélög
Konurnar í klúbbnum með mökum. Frá vinstri Áslaug Jónasdóttir, Lilja
Halldórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Þórný Oddsdóttir, Sjöfn Arnadóttir, Filippus
Björgvinsson, Steinþór Runólfsson, Unnur Þórðardóttir, Bragi Gunnarsson, Jón
Óskarsson.
skorið niður í fjórar tegundir. Friður var
um þá kvótaúthlutun nokkur ár. Svo kom
að lokum afmælisársins, hnífnum brugðið
á loft og skorið niður í þrjár. Svo er enn.
Sælgætiskvótinn er óbreyttur. A seinni
árum er stundum sherrý á borðum, en það
reykský sem ávallt lá yfir klúbbnum í
frumbernsku er horfið.
Þess var áður getið, að vinnusemi hafi
verið mikil til munns og handa. Nú nær
hún næstum eingöngu til munns. Prjón-
arnir sem gáfu heilu vettlingana eða sokk-
ana og gerðu börnin heima spennt, eru
næstum horfnir. Þó má heyra stuttan óm
frá þeim stöku sinnum hjá Aslaugu og
Guðrúnu. Útsaumur heyrir sögunni til.
En konurnar eru ekki þagnaðar. Loka-
umræður í forstofunni dragast þó ekki svo
á langinn, að Þórný falli í yfirlið eins og
gerðist í minnisstæðum klúbbi hjá Unni.
Það er líka kominn ákveðin kvóti á
tímann. Nú skal mæta klukkan átta stund-
víslega. Unnur, hún svindlar oftast, á eftir
að lesa blöðin sín. Heim skal halda klukk-
an tólf á miðnætti. Það er Aslaug sem
stjórnar heimferðinni.
Það má sjá á þessari upptalningu að
ekki hefur verið los á formi klúbbfunda, þó
að breytingar hafi orðið í smáatriðum hvað
innihald varðar. Klúbbar eru haldnir ekki
oftar en hálfsmánaðarlega og býður hver
kona tvisvar sinnum heim á vetri.
Það er ákveðin regla að fundinn er betri
dagur, ef einhver forfallast. Þá er klúbb-
tímanum breytt.
Stefnan er: Mæturn allar!
Þeim datt það í hug konunum í klúbb-
num mínum, að Sjöfn gæti skrifað sögu
klúbbsins.
Þeim var nær.
Skrifað aðfaranótt 5. maí 1995
Sjofn Arnadóttir
-233