Goðasteinn - 01.09.1995, Page 236
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Ýmis félög
Samkór Rangæinga
Samkór Rangæinga var stofnaður 17.
janúar 1974. Aðalhvatamenn að stofnun
kórsins voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir
og Friðrik Guðni Þórleifsson. Þau voru þá
nýlega flutt í Rangárþing og var Sigríður
skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga en
Friðrik Guðni kenndi við skólann.
Stofnfélagar kórsins voru 24 úr Hvols-
velli og nærsveitum. Sigríður og Friðrik
stjórnuðu kórnum í upphafi en fyrsti
formaður var Gunnar Marmundsson.
Fyrstu tónleikarnir
Þegar eftir stofnun kórsins var hafist
handa og æft af krafti. Voru fyrstu tón-
leikar 19. maí 1974 í Gunnarshólma. Fyrsta
lag á söngskránni var Syngdu meðan sólin
skín, ljóð Freysteins Gunnarssonar við lag
Fr. Silcher, en 11 lög voru á fyrstu söng-
skrá kórsins. Einnig voru tónleikar í Vík í
Mýrdal, Ási í Ásahreppi og kirkjukór
Hveragerðiskirkju var heimsóttur þetta
fyrsta vor kórsins.
Á þeim árum sem kórinn starfaði var
stefnt að því að halda bæði vor- og jólatón-
leika á hverju starfsári.
Á jólatónleikum 1975 voru flutt 16 lög
innlend og erlend. Fyrir vortónleika sama
ár voru einnig æfð 16 lög. Kórinn fór með
þessa vinnu vetrarins til Reykjavíkur og
Ríkisútvarpið hljóðritaði sönginn. Því
miður glataðist upptakan hjá útvarpinu og
fannst ekki fyrr en að þrem árum liðnum
og var þá loks flutt.
Fjáröflun
Starfsemi á vegum kórsins fyrstu árin
In memoriam
var tengd fjáröflun. Kórinn hélt dansleik
með fjölbreyttum skemmtiatriðum eitt ár-
ið. Annað ár var haldin fjölskylduskemmt-
un. Meðal þess efnis sem flutt var auk
söngs kórsins má nefna atriði úr Dýrunum
í Hálsaskógi og Kardimommubænum eftir
Thorbjöm Egner, leikþætti, dúetta, gaman-
vísur, og margt fleira. Barnakór Hvols-
skóla undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur
var sérstakur gestur á fjölskylduskemmt-
uninni. Voru þessar skemmtanir vel sóttar
og gáfu kórnum þó nokkuð í aðra hönd.
Forsvarsmaður þessara skemmtana var
einn af kórfélögunum, Sigurbjörn Skarp-
héðinsson.
Kórinn hafði bingó til tekjuöflunar og
gekk það sæmilega. Kórinn hlaut dálítinn
fjárstuðning frá sýslusjóði og úr Menn-
ingarsjóði Kaupfélags Rangæinga. Að
öðru leyti var starfsemin fjármögnuð með
innkomu á tónleikum og af kórfélögum
sjálfum.
Kirkjutónleikar
Árið 1978 hélt kórinn tónleika í þremur
kirkjum í Rangárþingi, þ.e. Stóradals-
kirkju, Stórólfshvolskirkju og Oddakirkju,
við ágætar undirtektir. Auk kórsins sungu
einsöng á tónleikunum þau Guðrún
Ásbjörnsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og
Gunnar Marmundsson. Undirleikarar voru
Anna Magnúsdóttir og söngstjóri var
Friðrik Guðni. Kórinn flutti þessa efnis-
skrá á aðventukvöldi í Bústaðakirkju 16.
desember. Velunnari kórsins séra Halldór
Gunnarsson í Holti fór með í heimsóknina
í Bústaðakirkju. Eftir samkomuna naut
kórinn gestrisni safnaðarstjórnar og sókn-
arprestsins, séra Olafs Skúlasonar.
Var ferð þessi vel heppnuð og til mikill-
ar ánægju fyrir þá er að henni stóðu.
-234-