Goðasteinn - 01.09.1995, Page 238
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Ýmis félög
Jón Ásgeirsson tónskáld skrifaði ritdóm
um tónleikana í Morgunblaðið 16. maí
1979 og segir þar meðal annars:
„Samkór Rangæinga, undir stjóm Frið-
riks Guðna Þórleifssonar, söng stutta efnis- j
skrá, sem nokkurs konar endurgjald fyrir í
heimsókn Samkórs T.R. austur í Hvolsvöll
s.l. vor. Kórinn sem er fámennur, aðeins 23
söngmenn, kom mjög á óvart fyrir hreinan
og fallegan hljóm. Meðal laga sem kórinn í
söng vom skemmtilegar þjóðlagaraddsetn- j
ingar eftir stjórnandann, á lögunum Gimb-
illinn mælti og Litlu börnin leika sér og
eitt frumsamið lag, einnig eftir stjórnand-
ann, við Bamagælu eftir Halldór Laxness.
Það er mikilvægt fyrir starfsemi kóra að j
stjómandinn sé skapandi og vakandi fyrir i
nýjungum og bindi ekki bagga sína ein-
göngu með böndum vanans. Þannig má
búast við að Samkór Rangæinga, eftir því
sem dæmt verður af söng kórsins að þessu
sinni, stefni frá því að vera eingöngu al-
þýðlegur átthagakór en ætli sér einnig
hlutverk í erfiðari viðfangsefnum. Það er
vel að rofin sé einokunaraðstaða Reykja-
víkur og ekki aðeins frá norðanmönnum,
heldur úr öllum áttum. Tónleikunum lauk
með tignarlegum samsöng kóranna undir
stjóm beggja stjómendanna."
Um vorið tók kórinn þátt í landsmóti
blandaðra kóra, „Söngleikum "78“ sem j
haldið var í Laugardalshöllinni. Hlaut hann
þar góðar móttökur og jákvæða dóma.
Formannaskipti voru í Samkórnum
1978 og tók Rannveig Baldvinsdóttir við
formennsku af Gunnari Marmundssyni.
Söngstjóri var sem fyrr Friðrik Guðni
Þórleifsson.
Vortónleikar 1980
Vortónleikarnir 1980 voru haldnir 21.
mars í Stóradalskirkju og 22. mars í Hall-
grímskirkju og að kvöldi sama dags var
Kirkjukór Akraness heimsóttur upp á
Skaga og sungið í Akraneskirkju.
Þá vom kórfélagar 23 og kórinn þannig
skipaður:
Sópran: Anna Oskarsdóttir, Björg Jóns-
dóttir, Gróa Ingólfsdóttir, Hjördís Mar-
mundsdóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Mar-
grét Björgvinsdóttir, María Jónsdóttir og
Sigríður Sigurðardóttir.
Alt: Elín Jónsdóttir, Guðlaug Odd-
geirsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Hanna
Einarsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Kath-
arína Snorradóttir og Þórunn Jónsdóttir.
Tenór: Guðmundur Eiríksson, Gunnar
Marmundsson, Sigurbjöm Skarphéðinsson
og Sigurður Sigmundsson.
Bassi: Hrafnkell Óðinsson, Jón Ólafs-
son, Eggert Smári Eggertsson og Vigfús
Sigurðsson.
Á þessum tónleikum voru eingöngu
flutt kirkjuleg verk, m.a. MISSA IN HON-
OREM JESU CHRISTI REGIS eftir Dr.
Victor Unbancic.
Þann 6. desember sama ár hélt Sam-
kórinn aðventutónleika í Hallgrímskirkju
og Selfosskirkju. Þá voru á söngskránni 16
aðventu- og jólalög. Einsöngvari með
kórnum var Sigríður Sigurðardóttir.
Söngmót
Árið 1981 tók Samkórinn þátt í söng-
móti Sambands blandaðra kóra á Suður-
landi. Að þessu söngmóti stóðu auk Sam-
kórs Rangæinga Ámeskórinn, Flúðakórinn
og Samkór Selfoss. Hlaut söngmótið nafn-
ið BERGMÁL. Þar söng Samkór Rangæ-
inga þrjú lög og kórarnir fjórir sungu
sameiginlega fjögur lög.
I umsögn RL. í blaðagrein um söng-
mótið segir svo um Samkór Rangæinga:
„Samkór Rangæinga er yngri kór með
yngri söngstjóra, Friðrik Guðna Þórleifs-
son, sem hefur þegar lyft grettistaki í söng-
málum Rangæinga, ásamt konu sinni,
Sigríði Sigurðardóttur í Steinmóðarbæ,
sem nú er skólastjóri Tónlistarskóla Rang-
-236-