Goðasteinn - 01.09.1995, Page 241
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
Dánir í Rangárþingi 1994
Hér á eftir verður í stafrófsröð
minnst allra þeirra sem jarðsettir voru í
Rangárþingi á árinu 1994. í svigum er
þess getið hverjir jarðsettu og sömdu
þessi minningarorð.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var
fædd á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 8.
ágúst 1921. Foreldrar hennar voru
hjónin Bjarnfreður Ingimundarson og
Ingibjörg Sigurbergsdóttir, bæði rót-
grónir Skaftfellingar langt aftur, og var
Aðalheiður sjöunda af 20 börnum sem
þeim hjónum varð auðið á 29 árum. 10
þeirra lifa systur sína.
Heimili þeirra Bjarnfreðs og Ingi-
bjargar var fátækt en þó bjargálna
framan af, en Kötlugosið 1918 olli
þeim þungum búsifjum, sem þau
yfirunnu aldrei að fullu. Urðu þau um
síðir að leita á náðir sveitar sinnar um
framfærslu, sem í þá daga var þung-
bært og niðurlægjandi hlutskipti. Sum
barnanna ólust því upp annars staðar,
en flest voru þau 13 samtímis heima.
Aðalheiður gekk í farskóla sveitar-
innar eins og önnur börn, en 16 ára
gömul hélt hún úr foreldrahúsum til
Reykjavíkur þar sem hún var ráðin í
vist næstu þrjú árin á jafnmörgum stöð-
um. Upprunnin úr sárri fátækt heima-
sveitar sinnar hlaut Aðalheiður að sjá
með glöggum gestsaugum hvernig
kjörum fólks var háttað syðra, og henni
rann til rifja það ranglæti sem vinnu-
konur eins og hún urðu að búa við, þótt
sjálf væri hún heppin með húsbændur.
Hún hataði fátæktina, og varð snemma
liðtæk í baráttunni gegn henni. Hún
gekk í Félag ungra kommúnista sem
svo hét, fyrsta veturinn í Reykjavík, en
sá félagsskapur starfaði í nánum tengsl-
um við verkalýðshreyfinguna. Þar
kynntist Aðalheiður fólki sem seinna
varð áhrifamikið í samtökum hinna
lægstlaunuðu, og átti eftir að starfa
með henni síðar að réttindamálum
vinnandi fólks.
-239-