Goðasteinn - 01.09.1995, Page 242
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
Aðalheiður dvaldi í tvö ár að Hólmi
í Landbroti eftir veru sína í Reykjavík,
en hélt haustið 1942 til Vestmannaeyja
og fór að vinna í fiski og síðar við
þvotta á sjúkrahúsinu. í Eyjum kynntist
hún fyrri eiginmanni sínum, Antoni
Júlíusi Guðjónssyni, og gengu þau í
hjónaband hinn 28. júlí 1944. Börn
þeirra urðu fimm. Elst er Ingigerður, þá
Steinunn Bima, sem ólst upp hjá kjör-
foreldrum sínum, þeim Magnúsi Sigur-
bergssyni, móðurbróður Aðalheiðar, og
konu hans Hjördísi Guðmundsdóttur.
Þriðja barnið var drengur, Hlynur að
nafni, sem dó úr berklum rúmlega árs-
gamall. Fjórða bamið er Hlynur Þór og
yngstur er Guðmundur Bergur. Ólafur,
bróðir Aðalheiðar, kom til hennar eftir
lát móður þeirra 1945, og ólst eftir það
upp hjá systur sinni.
Aðalheiður sat ekki auðum höndum
í félagsmálum í Vestmannaeyjum, og
þar taldi hún sig hafa hlotið sína félags-
legu eldskírn í verkalýðsbaráttu. Hún
var formaður Verkakvennafélagsins
Snótar um fjögurra ára skeið, og sat um
tíma í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir
Sósíalistaflokkinn í Eyjum.
Vorið 1949 knúði „hvíti dauðinn"
dyra. Skæður berklafaraldur gekk yfir
Vestmannaeyjar, eins og víðar, og voru
þau Anton og Aðalheiður bæði lögð
inn á Vífilsstaðaspítala það ár. Fáum
misserum síðar misstu þau drenginn,
sem fyrr er getið. Sjálf náðu þau sér um
síðir af berklunum, en í kjölfar þessa
áfalls fluttust þau frá Vestmannaeyjum
og settust að í Smálöndunum í Mos-
fellssveit, bjuggu síðar um tíma í
Kópavogi, og loks í Skerjafirðinum í
Reykjavík. Þau slitu samvistir árið
1961. Anton lést haustið 1991.
Aðalheiður vann næstu ár við bréf-
burð og ræstingar, en haustið 1963
réðist hún sem ráðskona til Guðsteins
Þorsteinssonar bónda í Köldukinn í
Holtum. Þau felldu hugi saman og gift-
ust á fimmtugsafmæli Guðsteins, hinn
10. október 1968, en brugðu síðar búi
og fluttust til Reykjavíkur árið 1974.
Þau helguðu sér þó landspildu í landi
Köldukinnar og reistu sér sumarbústað,
sem heitir í Hólum. Þar dvöldu þau
löngum þegar kærkomnar tómstundir
gáfust til að sinna ýmsum hugðar-
efnum, en öll ræktun og aðhlynning
gróðurs var Aðalheiði sérlega hug-
leikin.
í Reykjavík tóku við ýmis störf á
almennum vinnumarkaði, og sem fyrr
hlóðust brátt félagslegar skyldur á
Aðalheiði. Á vettvangi Starfsstúlkna-
félagsins Sóknar sem svo hét þá, svo
og Rauðsokkahreyfingarinnar, tók hún
þátt í undirbúningi kvennafrídagsins
fræga 24. október 1975. Sá dagur varð
einn af stóru dögunum í lífi Aðalheiðar.
Þann dag kom hún, sá og sigraði með
ræðu er hún flutti fyrir eyrum 25 þús-
und kvenna á útisamkomu á Lækjar-
torgi, er vakti verðskuldaða þjóðarat-
hygli. Fáum mánuðum síðar var hún
orðin formaður í stéttarfélagi sínu,
Sókn. Því starfi gegndi hún næstu 11
árin, eða til ársins 1987, réttsýnn og
skörulegur málsvari hinna lægst laun-
uðu og minna megandi í þjóðfélaginu.
Á þessum árum var hún kjörin í mið-
-240-