Goðasteinn - 01.09.1995, Page 243
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
stjórn Alþýðusambands íslands, þar
sem hún sat um árabil, en ávann sér
einnig traust og virðingu langt út fyrir
raðir umbjóðenda sinna. Meðal baráttu-
mála hennar í Sókn var bygging hins
veglega húss félagsins við Skipholt í
Reykjavrk, sem hún kom í höfn, félög-
um sínum og sameiginlegu starfi þeirra
til verulegra hagsbóta. Af þeim merka
áfanga var Aðalheiður jafnan stolt,
enda talar húsið á sinn hátt um
samtakamáttinn, sem henni var svo
lagið að laða fram og virkja.
Aðalheiður var kjörin til setu á Al-
þingi fyrir Borgaraflokkinn í Reykjavík
vorið 1987, og vó stefnufesta hennar
sem brjóstvamar hinna fátæku og verst
settu í þjóðfélaginu um árabil, og það
persónufylgi sem hún naut af þeim
sökum, án efa þungt í þeim glæsta ár-
angri sem flokkurinn náði með skömm-
um fyrirvara í þeim kosningum. Aðal-
heiður sat á þingi út kjörtímabilið, til
ársins 1991. Þingstörfin þóttu henni
þung í vöfum og mál sækjast seint. Allt
að einu lagði hún þar mörgum góðum
málum lið, sem vænta mátti, og var
valin til mikilvægra trúnaðarstarfa.
Hún sat í bankaráði Búnaðarbankans
frá 1989 til 1993, og átti um tíma sæti í
stjórn Atvinnutryggingasjóðs.
Aðalheiður og Guðsteinn fluttu á ný
austur í Rangárþing undir lok þingsetu
hennar, og settust að á Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli. Þeim varð sú breyting kær-
komin, og nutu verunnar hér í hérað-
inu. Heilsan var þó tekin að bila, og
hrakaði Aðalheiði mjög síðustu tvö
árin. Hún lést í Vífilsstaðaspítala 26.
apríl 1994 á sjötugasta og þriðja ald-
ursári. Minningarathöfn um Aðalheiði
fór fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík
hinn 6. maí 1994 að viðstöddu miklu
fjölmenni, og daginn eftir, hinn 7. maí,
var hún jarðsungin frá Stórólfshvols-
kirkju.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Gróa Sveinsdóttir frá Selkoti
Gróa var fædd 18. júlí 1905, dóttir
Sveins Jónssonar frá Lambafelli og
konu hans, Önnu Tómasdóttur frá Sel-
koti. Sveinn var af alkunnri hagleiksætt
frá Heiðarseli á Síðu en ætt Önnu hefur
setið að búi í Selkoti frá um 1740 (Sel-
kotsætt). Gróa var næst yngst 6 syst-
kina og lifir eitt eftir, Hjörleifur. Selkot
var farsæl jörð jafnan þótt ekki þætti
stór né kostamikil. Góð björg fékkst oft
úr sjó og vel unnið úr öllum gæðum
lands og sjávar. Gróa fór ung að árum í
vist til Vestmannaeyja og vann þar
nokkra vetur en kom heim á sumrin til
heyanna. Hún giftist 1928 Gissuri
Gissurarsyni frá Selkoti, dugmiklum og
-241-