Goðasteinn - 01.09.1995, Page 244
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
vel gefnum öðlingsmanni. Þau bjuggu
fyrst eitt ár í Holti í sambýli með sr.
Jakobi Ó. Lárussyni. Næsta ár fengu
þau til ábúðar Fell í Mýrdal en æsku-
sveitin seiddi og 1930 fluttu þau að
Selkoti þar sem tekist var á við verk-
efnin, fyrst með lítinn auð í búi en
mikinn dug sem gaf góðan ávöxt er
stundir liðu fram. Gissur fór þá fyrstu
árin á vertíðir en Gróa sá öllu vel borg-
ið heima með aðstoð barna og ungl-
inga. Hún lét sér annt um að öllum liði
vel er hjá henni áttu hald og traust,
jafnt mönnum sem málleysingjum. I tíð
þeirra hjóna voru öll hús byggð upp og
jörðin ræktuð í góðbýli.
Gissur sinnti mörgum trúnaðarstörf-
um í sveit sinni og var því oft að heim-
an en Gróa var heimakær. Það má segja
að allan sinn búskap hafi hún gengið til
fjóss kvöld og morgna og verið við
heyannir meðan þrek leyfði. I eldhús-
inu var húsfreyja er gesti bar að garði,
tók þeim með gleði, veitti af alúð og
hélt uppi skemmtilegri samræðu. Hún
stóð fast á skoðunum sínum, fylgdi
þeim stundum eftir af þunga en þó
alltaf með bros í augum. Bros hennar
og hjartahlýja laðaði vini hennar, ekki
síst sumarbörnin. Djörfung, þolgæði og
einlæg kristin trú voru einkunnir henn-
ar í lífinu.
Gissur í Selkoti andaðist 1984. Gróa
flutti sama ár á Dvalarheimilið Hraun-
búðir í Vestmannaeyjum og naut þar
nálægðar Þóru dóttur sinnar og manns
hennar Aðalsteins Sigurjónssonar sem
hún dvaldi oft hjá. Hún undi þar vel,
fylgdist vel með í söng og gleði vist-
manna og kunni glöggt að segja frá
liðinni tíð. Börn hennar og Gissurar
eru: Anna Valgerður húsfreyja og starf-
andi við leikskóla í Kópavogi, Svein-
borg Svanhvít húsfreyja, í starfi á
Landsspítalanum, Guðfinna húsfreyja,
ritari í fjármálaráðuneytinu, Kolbeinn
Gissur bóndi í Selkoti, Erna Stefanía
húsfreyja, starfar á Borgarspítalanum,
Þóra húsfreyja, starfar á leikskóla í
Vestmannaeyjum. Gróa andaðist 17.
desember.
(Séra Halldór Gunnarsson íHolti)
Guðrún Auðunsdóttir frá Stóru-Mörk
Guðrún Auðunsdóttir var fædd í
Dalsseli undir Eyjafjöllum 23. septem-
ber 1903, dóttir Auðuns Ingvarssonar
bónda og kaupmanns og konu hans
Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur frá
Fjósum í Mýrdal. Hún var elst 12
alsystkina og átti einn hálfbróður af
fyrra hjónabandi Auðuns. Æskuheim-
ilið var umsvifamikið og fjölmennt,
-242-