Goðasteinn - 01.09.1995, Page 246
ANNÁLAR
Goðasteinn 1995
Dánir
var elsta barn foreldra sinna, en síðar
fæddust bræðurnir Kurt og Wilhelm, er
báðir féllu í síðari heimsstyrjöldinni
1943.
Helena gekk í menntaskóla heima í
Melsungen, og síðar í húsmæðraskóla í
Svartaskógi. Hún giftist hinn 29. des-
ember 1934 Heinrich Dethof, bygg-
ingaverkfræðingi frá Melsungen. Þau
settust að í Berlín, þar sem Heinrich
starfaði m.a. að hönnun brúarmann-
virkja, og þar fæddist þeim einkadótt-
irin, Eveline Ella Else, hinn 18. desem-
ber 1937. Gæfan virtist því brosa við
hinni ungu og efnilegu fjölskyldu, þeg-
ar síðari heimsstyrjöldin braust út
haustið 1939, og raskaði lífi og högum
heillar heimsálfu svo árum skipti.
Dethof-fjölskyldan dróst inn í þessa
hringiðu, þegar Heinrich fór í stríðið
1943, og var sendur til átakasvæða í
Rússlandi. Þar hvarf hann að 6 vikum
liðnum, og var talinn af.
Síðari hluta stríðsáranna varð höfuð-
borgin Berlín skotmark í loftárásum
bandamanna. Mæðgurnar Helena og
Eveline misstu heimili sitt í einni slíkri,
og fluttust í úthverfi í austurhluta borg-
arinnar, þar sem heitir Königs-Wuster-
hausen. A þeim tíma var orðið þröngt í
búi, og þurfti stundum að lifa af því
sem landið gaf, tína grös og ætar jurtir
úti í skógi. Stríðið lagði þungt ok á
hvern og einn einstakling, og sú
óvægna lífsreynsla sem það færði fólki
er mæta hlaut nauðum þess og harmi,
meitlaði vitund þess og hugarfar fyrir
lífstíð.
Austurhluti Berlínar féll undir yfir-
ráð Rússa að stríðinu loknu. Dethof-
mæðgurnar yfirgáfu heimili sitt og
flúðu til vesturhluta Þýskalands, til
Melsungen árið 1946. Þar dvaldi
Helena í skjóli foreldra sinna næstu 11
árin, ásamt dóttur sinni, en giftist á ný
hinn 18. júní árið 1957 Hans-Joachim
Graf von Schwerin. Bjuggu þau í Mel-
sungen, en slitu samvistir árið 1974. Þá
tók Helena aldraða móður sína til sín
og annaðist hana til ársins 1980 er hún
lést. Eftir það tók hún að sér 11 ára
gamla dótturdóttur sína, Ann-Lindu
Denner, sem bjó hjá henni næstu árin.
Helena kom alkomin hingað til
íslands árið 1987 og settist að hjá
Eveline dóttur sinni og manni hennar,
Sigurði Haraldssyni í Kirkjubæ á
Rangárvöllum. Hjá þeim bjó hún það
sem eftir var, síðast í hálft annað ár að
Kornvöllum í Hvolhreppi. Hún vann
heimili þeirra mikið meðan hún naut
fullrar heilsu og líkamskrafta. Kunni
hún þeim umskiptum vel að flytjast
búferlum til annars lands, þótt komin
væri á áttræðisaldur, og hér á landi
undi hún vel hag sínum. I því birtust
líka m.a. mannkostir hennar, en hún
var æðrulaus manneskja og sjálfri sér
nóg. Lífið var henni meira virði en svo
að hún fengist um smámuni. Hún leit á
það eins og kristnum manni sæmir,
sem Guðs gjöf, og með henni bjó djúpt
þakklæti til hans, sem hún trúði á og
treysti. Trúartraust hennar var þraut-
reynt í deiglu djúprar þjáningar og
mótlætis, og í því bjó viljastyrkur
hennar, sjálfstæði og heilindi, sem
-244-