Goðasteinn - 01.09.1995, Page 247
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
engum duldist er henni kynntist. Hér á
landi átti hún að vonum mest samskipti
við sína nánustu. Milli hennar og
Sigurðar, tengdasonar hennar, ríkti
gagnkvæm virðing og vinátta, og hún
bast börnunum í fjölskyldu Eveline
dóttur sinnar sterkum böndum. Jafnvel
þótt Helena yrði aldrei mælt á íslensku
kom það ekki í veg fyrir náin og einlæg
samskipti hennar við smáfólkið, sem
kallaði hana ömmu, og sótti í hlýjan og
traustan félagsskap hennar. Þar við
bættist svo dýrmætt samfélag hennar
við sína eigin afkomendur, en dóttur-
börn átti hún þrjú, sem eru Ann-Linda,
sem búsett er á íslandi, Ulf og Nils
Denner, báðir búsettir í Þýskalandi.
Nils er kvæntur Sylviu Denner, og eiga
þau tvo drengi, Kjartan og Ian.
Helena var alla ævi hraust kona, en
síðustu tvö árin var heilsu hennar mjög
brugðið af völdum krabbameins. Hún
lést í Borgarspítalanum í Reykjavík á
uppstigningardag, hinn 12. maí, 83ja
ára að aldri. Jarðneskar leifar hennar
voru jarðsettar í Fossvogskirkjugarði í
Reykjavík 27. maí 1994.
(Séra Sigurður Jémsson í Odda)
Ingólfur Freyr Guðnason,
Drangsnlíðardal
Ingólfur Freyr var fæddur 15. janúar
1994, sonur Guðna Úlfars Ingólfssonar
bónda í Drangshlíðardal og konu hans
Magðalenu Karlottu Jónsdóttur. Um
þremur mánuðum eftir fæðingu kom í
ljós að hann var með alvarlegan æða-
og hjartagalla og tók þá við sjúkrahús-
vist, fyrst á Landsspítalanum og síðan á
spítala í London þar sem aðgerð
heppnaðist að hluta. Við tók svo þrigg-
ja mánaða dvöl á Landsspítalanum og
önnur aðgerð sem gerð var í London
14. ágúst. Hann lést þann 17. s.m.
Hann var foreldrum sínum og ætt-
ingjum gjöf guðs, efnisbarn mikið.
Baráttan var erfið og sorgin krefjandi
en minningin verður foreldrum og ætt-
ingjum dýrmæt eign, einnig vitundin
um gott fólk innan lands og utan sem
gerði allt sem í valdi þess stóð til bjarg-
ar mannslífi.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Katrín Einarsdóttir, Háamúla
Katrín Einarsdóttir var fædd í
Reykjavík 20. júní 1912 og lést í
Reykjavík 25. janúar 1994. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðlaug Einars-
dóttir húsmóðir og Einar Runólfsson
húsasmíðameistari en þau voru bæði af
skaftfellskum og eyfellskum ættum.
-245-