Goðasteinn - 01.09.1995, Page 250
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
ættingjum og samstarfsmönnum traust-
ur sem bjarg. Samviskusemi og heiðar-
leiki einkenndu öll hans störf og allar
athafnir. Hann vildi ekki vera fyrir
neinum, né upp á neinn kominn, heldur
búa að sínu og vera sjálfum sér nógur.
Það var hann til síðasta dags. Lýtingur
andaðist á heimili sínu 24. júlí 1994.
(Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla)
Magnús Sigurlásson í Miðkoti
Magnús Sigurlásson fæddist í
Lambhaga á Rangárvöllum 26. mars
1920. Hann var sonur hjónanna
Magdalenu Sigurþórsdóttur og Sigur-
lásar Nikulássonar. Þau bjuggu í
Lambhaga en fluttust til Reykjavíkur
þegar Magnús var fimm ára. Systir
hans, Þórunn Sigurlásdóttir, andaðist 4.
janúar1995.
Magnús útskrifaðist frá Verslunar-
skóla íslands árið 1938. Hann hóf þá
störf við verslun Friðriks Friðrikssonar
í Miðkoti í Þykkavbæ. Verslun Friðriks
var mikil miðstöð Þykkbæinga sem
áttu þar bæði góð viðskipti og sam-
skipti. Magnús giftist dóttur Friðriks,
Guðjónu, og bjó og starfaði í Þykkva-
bæ alltaf síðan. Synir þeirra eru tveir,
Jón og Friðrik.
Magnús var mikill athafnamaður.
Hann tók við rekstri verslunarinnar og
varð einn af stofnendum Vinnufata-
gerðar Suðurlands sem var rekin um
árabil í Þykkavbæ og á Hellu. Hann var
stöðvarstjóri Pósts og síma og oddviti
Djúpárhrepps. Hann tók þátt í margvís-
legum félagsmálum, söng lengi í
kirkjukórnum í Þykkvabæ, var meðal
stofnenda flugbjörgunarsveitarinnar og
félagi í Lionsklúbbnum og Oddfellow-
reglunni. Hann var frumkvöðull á
mörgum sviðum, fékk fólk með sér og
afhenti því svo starfið og fitjaði sjálfur
upp á nýjum framkvæmdum. Heimili
þeirra Guðjónu var hluti af starfsvett-
vangi hans þar sem þau stjórnuðu í
sameiningu. Þar var alltaf opið hús
fyrir alla sem komu í Þykkavbæ vegna
vinnu Magnúsar svo sem líka fyrir alla
vini þeirra, Þykkbæinga og aðkomna.
Það var hluti af lífssýn Magnúsar að
hjálpa þeim sem þurfti að hjálpa, hvort
sem það fólk stóð honum nær eða fjær.
Hann kom mörgum til hjálpar með
hæfileikum sínum og framtaki, forystu
og persónulegum kærleika. Margt það
sem Magnús tók sér fyrir hendur vakti
fólk til umhugsunar og umtals og hann
verður eftirminnilegur vegna starfa
sinna, persónuleika og veglyndis.
Magnús og Guðjóna bjuggu í
Garðabæ hin síðustu ár og Magnús
-248-