Goðasteinn - 01.09.1995, Side 251
ANNALAR
Dánir
Goðasteinn 1995
dvaldist þar í nokkur ár á Dvalarheimili
aldraðra sjómanna. Hann dó þar 12.
júlí 1994 og var jarðsettur í Þykkvabæ
20. júlí.
(Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir í
Þykkvabæ)
Óskar Jónsson frá Holtsmúla
Óskar Jónsson fæddist í Holtsmúla í
Landssveit hinn 5. júlí árið 1908, frum-
burður foreldra sinna, þeirra Guðrúnar
Jakobsdóttur húsfreyju þar, og bónda
hennar, Jóns Þorsteinssonar. Síðar
fæddust þeim tvö börn til, þau Þor-
steinn, sem látinn er, og Sigríður sem
lifir bróður sinn. Heimilið á austurbæn-
um í Holtsmúla var reyndar nokkuð
óvenjulega saman sett, því þar bjuggu
tvær fjölskyldur undir einu þaki. Ásamt
þeim Guðrúnu og Jóni bjó þar Þor-
steinn, bróðir hans, með konu sinni,
Guðrúnu Guðbrandsdóttur, og tveimur
börnum þeirra, þeim Guðríði, sem enn
er á lífi, og Marel, sem er látinn. Þetta
sérstæða sambýlisform hentaði þessu
fólki vel; börnin ólust upp eins og syst-
kini, og á heimilinu ríkti friðsæll andi
samstöðu og eindrægni.
Tækifæri til skólagöngu voru fremur
lítil í þá daga, aðeins þriggja til fjög-
urra mánaða farskóli í fáa vetur, auk
þeirrar uppfræðslu sem börn hlutu hjá
presti fyrir fermingu. Um tvítugt freist-
aði Óskar gæfunnar og hélt suður til
Reykjavíkur, þar sem hann átti heima
æ síðan. Hafið heillaði og sótti hann
sjóinn á togurum í allmörg ár, en eftir
að í land var komið tók við bygginga-
vinna um nokkurt skeið. Síðan stund-
aði Óskar ýmsa aðra verkamannavinnu,
lengst af í Hampiðjunni þar sem hann
vann vel á annan áratug, en síðast starf-
aði hann sem vaktmaður í Tollvöru-
geymslunni.
Óskar var afar nægjusamur maður
og sneið sér þann stakk sem mörgum
kynni nú að þykja fremur þröngur.
Hann kvæntist aldrei og stofnaði aldrei
heimili í venjulegum skilningi, en lét
sér duga herbergi sem hann tók á leigu,
og bjó þannig í áranna rás á nokkrum
stöðum í borginni, mislengi á hverjum
stað, og keypti sér fæði og þjónustu.
Hann var þó fjarri því að vera einrænn
eða afbrigðilega sérvitur, heldur þvert á
móti glaðlyndur maður og mannblend-
inn. Hann gekk snemma í Ferðafélag
Islands, og fór með því lengri og
skemmri ferðir um byggðir og öræfi
landsins. Þessar ferðir voru árviss við-
burður í lífi Óskars áratugum saman,
og á þeim vettvangi naut hann hollrar
útiveru og skemmtunar í hópi góðra
félaga, aflaði sér haldgóðrar þekkingar
-249-