Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 252
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
á staðháttum víða um land, og var
flestum mönnum fróðari um kennileiti
og ömefni. Æskustöðvarnar áttu einnig
vísan samastað í huga hans og sinni,
þangað sótti hann heim systur sína og
fjölskyldu hennar á hverju ári, og
dvaldi þar nær undantekningalaust á
öllum stórhátíðum.
Oskar fékk ekki notið fullrar heilsu
fram á gamals aldur. Skæð gigtveiki
tók að þjaka hann svo mjög rúmlega
sextugan, að hann neyddist til að hætta
að vinna. í kjölfarið fluttist hann á
Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna í Reykjavík, og átti þar heima
til dauðadags. Smám saman þvarr hon-
um máttur og lífsfjör, og eftir skamma
sjúkralegu í Landsspítalanum lést hann
þar laugardaginn 8. janúar 1994, 85 ára
að aldri.
Hann var jarðsettur í Skarði á Landi
15.janúar 1994.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Rafn Þorsteinsson, Hrafntóftum
Rafn Þorsteinsson var fæddur að
Hrafntóftum hinn 17. júní árið 1913.
Foreldrar hans voru þau hjónin Þor-
steinn Jónsson, bóndi þar, og síðari
kona hans, Guðný Vigfúsdóttir, sem
ættuð var undan Eyjafjöllum. Var Rafn
yngstur fjögurra bama þeirra. Hin voru
þau Sigurður, bóndi á Hrafntóftum,
Vigfús, járnsmiður í Reykjavík og
Margrét, húsfreyja og sýslumannsfrú á
Hvolsvelli. Þorsteinn missti fyrri konu
sína, Sigríði Pálsdóttur frá Gaddstöðum
á Rangárvöllum. Dætur þeirra voru þær
Pálína húsfreyja á Álfhólum og Ingi-
gerður húsfreyja í Reykjavík, en fyrir
hjónaband hafði Þorsteinn eignast dótt-
urina Guðbjörgu, húsfreyju í Kumla á
Rangárvöllum. Lifði Rafn öll systkini
sín. Auk sinna eigin barna ólu þau
Guðný og Þorsteinn upp fósturdóttur,
Sigurlaugu Egilsdóttur.
Guðný móðir Rafns féll frá þegar
hann var aðeins 10 ára gamall, og lét
faðir hans þá af búskap og sneri sér að
öðrum störfum, en við tók Sigurður
bróðir hans ásamt konu sinni Kristjönu
Þórðardóttur. Ólst Rafn upp hjá þeim
eftir það, var í heimili hjá þeim meðan
bæði lifðu, og átti heima á Hrafntóftum
alla tíð. Rafn stundaði ýmsa vinnu frá
ungum aldri utan heimilisins. Hann
sótti sjóinn á vetrarvertíðum í röska tvo
áratugi, frá 1932-‘54 frá Grindavík,
Keflavík, Vestmannaeyjum og Þorláks-
höfn, og gat sér orð sem dugmikill
sjómaður, enda vel hraustur og rammur
að afli. Á þeim árum kynntist hann
gjörla aldagömlum verkháttum við
sjávarsíðuna, þar sem hafnir voru jafn-
-250-