Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 253
ANNALAR
Goðasteinn 1995
vel engar og menn urðu að bera aflann
á sjálfum sér upp úr flæðarmálinu þar
sem bátunum var lent. En Rafn varð
einnig áheyrsla að kalli nútímans sem
knúði dyra með nýja strauma utan úr
heimi. Þannig tók hann á stríðsárunum
þátt í gerð flugvallarins í Vatnsmýrinni
í Reykjavík, og lagði þar sitt af mörk-
um til að rjúfa aldalanga einangrun
þessarar eyþjóðar „fjærst í eilífðar
útsæ.“ Rafn var þó alls enginn maður
skarkalans. Þvert á móti unni hann
heitast sínum heimareit á Hrafntóftum,
og þar vann hann sitt ævistarf. A hon-
um hvíldu bústörfin, og þeim gegndi
hann af trúmennsku og hollustu hins
sanna búmanns, afburða fjármaður,
glöggur, athugull og einlægur dýravin-
ur. Hann vann að búi Sigurðar bróður
síns og Kristjönu konu hans, og áfram
með Sigurði eftir lát hennar árið 1963,
uns Sigurður fluttist á Dvalarheimilið
Lund á Hellu árið 1977. Þá tók Rafn
við búinu, og bjó áfram óslitið eftir
það. Áratugum saman vann hann við
sauðfjárslátrun á haustin, fyrst á
Rauðalæk en síðar á Hellu. Hvarvetna
ávann hann sér vináttu og hlýhug sam-
ferðafólksins með prúðmennsku sinni
og velvild í garð náunga síns. Enda
þótt hann færi sínar eigin leiðir var
hann félagslyndur maður og kunni að
gleðjast á góðri stund. Hann var söng-
maður góður og söng um tíma með
Karlakór Rangæinga, og kunni ógrynni
laga og ljóða utanað. Rafn las að auki
af miklum áhuga ýmsa ferðaþætti og
ævisögur. Á þann hátt kynntist hann
vel íslenskri sögu og samtíð og frædd-
Dánir
ist um fjarlæga staði og byggðir, enda
þótt hann gerði ekki víðreist um sína
daga. Land, þjóð og saga voru honum
hugleikin, og þótt hann bæri skoðanir
sínar ekki á torg, þá fylgdist hann vel
með stjórnmálum og þjóðmálum yfir-
leitt og ræddi þau talsvert í sinn nán-
asta vinahóp, og kom þar glöggt fram
heil og sönn ást hans á fósturjörð sinni
og öllu því sem íslenskt var. Það vildi
hann öðru fremur standa vörð um og
gæta þess sem áunnist hefur í baráttu
þjóðarinnar fyrir frelsi og fullveldi.
Eftir lát Kristjönu, mágkonu Rafns,
árið 1963, sem fyrr er getið, var skarð
fyrir skildi á Hrafntóftum. Þeim bræðr-
um varð það mikil gæfa að þangað
kom Pálína Jónsdóttir, ættuð frá Norð-
ur-Nýjabæ í Þykkvabæ, sem ráðskona
sumarið 1964. Með henni og eigin-
manni hennar, Björgúlfi Þorvarðssyni,
hófst nýr kafli í lífi Rafns. Pálína kom
þangað aftur sem ráðskona sumarið
1972, og var þar á hverju sumri æ síðan
ásamt börnum þeirra hjóna. Rafn seldi
þeim hjónum jörð sína árið 1988, en
bjó áfram og hélt lífsháttum sínum á
allan hátt í sömu skorðum og hann var
vanur. Árið 1992 komu þau Pálína og
Björgúlfur alkomin að Hrafntóftum,
tóku við búsforráðum og réðust í end-
urbyggingu íbúðarhússins. Frá þeim
tíma átti Rafn heimili í skjóli þeirra, og
naut þar fagurs og friðsæls ævikvölds.
Rafn lést hinn 9. apríl 1994, á 81.
aldursári. Hann var jarðsettur í Odda á
afmælisdegi Sigurðar bróður síns, hinn
16. apríl 1994.
(Séra Sigurður Jónsson í Oclda)
-251-
A