Goðasteinn - 01.09.1995, Page 254
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
Sigurjón Guðni Sigurðsson, Skógum
Sigurjón Guðni var fæddur í
Eyvindarhólum 27. maí 1924, sonur
Sigurðar Jónssonar bónda þar og konu
hans, Dýrfinnu Jónsdóttur frá Selja-
völlum, fimmta barn þeirra í röð 11
systkina. Heimili þeirra í Eyvindar-
hólum var til fyrirmyndar um alla hluti,
unnið af forsjálni og vandvirkni að öllu
utan bæjar og innan og búskapur með
því besta er gerðist í sveit. Sigurður var
í senn góður bóndi og formaður lengi
fyrir Fjallasandi. Dýrfinna var af einni
bestu hagleiksætt Eyjafjalla. Sigurjón
sótti til foreldra sinna bestu eðliskosti
þeirra og gerðist ungur hagvirkur og
dugmikill. Hann hóf störf við byggingu
Skógaskóla árið 1944 og helgaði hon-
um síðan starf sitt til æviloka. Árið
1977 varð hann húsvörður Skógaskóla
með umsjón um allt er laut að viðhaldi
bygginga og því að hafa röð og reglu á
öllum hlutum. Því starfi gegndi hann af
mikilli skyldurækni eins og öllu öðru
sem honum var trúað fyrir í lífinu.
Sigurjón giftist Kristbjörgu Magneu
Gunnarsdóttur frá Reynisdal í Mýrdal
1. janúar 1965. Nokkru síðar reistu þau
sér íbúðarhús í Skógum er varð einn
grundvöllurinn að hamingju þeirra og
bama þeirra. Saman gerðu þau heimili
sitt jafnt úti sem inni að reit fegurðar er
laðaði hvern sem að garði bar. Sigurjón
tók framan af árum mikinn þátt í starfi
ungmennafélags og slysavarnasveitar
Austur-Eyjafjallahrepps. Meðhjálpari í
Eyvindarhólakirkju var hann frá 1958.
Það starf rækti hann af mikilli alúð og
trúmennsku, með þeim hætti að alltaf
var hægt að treysta á hjálp hans og það
í þeim mæli að hann virtist eins og sjá
fyrir vandamál er upp gætu komið og
leyst úr á farsælan hátt. Starf hans í
þágu skóla og kirkju bar honum fagurt
vitni.
Sigurjón var skemmtilegur maður í
umgengni, með næma tilfinningu fyrir
öllu er fram fór. Athugasemdir hans um
lífið og líðandi stund báru vott um
glöggskyggni og „húmor“ og gleymast
ekki þeim er á hlýddu. I skoðunum
stóð hann fast á sínu og fylgdi því einu
að málum er hann taldi að ætti stuðning
hans skilinn. Hann var hamingjumaður
í einkalífi, átti ágæta konu er studdi
hann í störfum og efnileg börn. Börn
þeirra hjóna eru: Sigríður bankastarfs-
maður, Sigrún skógfræðinemi, Dýr-
finna kennari, Auður leikskólakennari
og Ágúst húsasmiður.
Heilsa Sigurjóns stóð nokkuð höll-
um fæti síðustu árin. Hann lést á Borg-
arspítalanum í Reykjavík eftir rúmlega
mánaðardvöl þar þann 24. júní.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
-252-