Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 255
ANNALAR
Goðasteinn 1995
KVEÐJA
FRA SAMSTARFSMÖNNUM
SIGURJÓN GUÐNISIGURÐSSON
húsvörður
Að vinna heill og vera stéttar prýði
er vegsemd manns ein mesta á jörðu hér.
Þótt heimför hans í hjarta voru svíði
og hrygg við söknum manns sem horfinn
er,
þú vita skalt: I Drottins ranni dvelur
og Drottinn honum verkin áframfelur.
Lítillátur, vænn og viðmótsgóður
með vinarhug hann öðrum gafsín ráð.
Réttsýnn, sannur, friðsamur ogfróður;
fegurð sálar, hvar sem að var gáð.
I trú á Guð hann undi í ást ogfriði,
nú umbunfær hjá Drottins Gullna hliði.
Hans andlát hœgt á hlýjum sumardegi
er hljóðlátt táknfrá Drottins háa sal:
Vor góði vinur gengur nýja vegi
í glöðum hóp í sumarbjörtum dal.
Þú komst ogfórst, en vísaðir til vega
með vinsemd þinni, þakkir eilíflega.
-x.
Sigurjón Sigurjónsson, Hvolsvegi 7,
Hvolsvelli
Sigurjón Sigurjónsson var fæddur í
Oddakoti í Austur-Landeyjum 24. mars
1921 og lést að heimili sínu, Hvolsvegi
7, hinn 31. júlí 1994. Foreldrar hans
voru hjónin Olína Sigurðardóttir og
Dánir
Sigurjón Jónsson. Höfðu þau flutt frá
Torfastöðum í Fljótshlíð að Oddakoti
árið 1920 en bjuggu þar aðeins fáein ár
og fluttu þá aftur að Torfastöðum og
bjuggu þar til æviloka.
Sigurjón ólst upp hjá foreldrum
sínum á Torfastöðum ásamt þremur
systkinum sínum, þeim Sveinbirni,
Önnu Sigríði, sem lést árið 1985, og
Óskari og einnig hálfbróður nokkru
eldri, Sigurði Sveinbjörnssyni, sem
látinn er fyrir allmörgum árum.
Á Torfastöðum ólst Sigurjón upp
við algeng sveitastörf og mun snemma
hafa lært að taka á sig ábyrgð og sjálf-
stæði í vinnubrögðum, þar sem faðir
hans stundaði mikið vinnu utan heim-
ilis til að afla heimilinu tekna. Annað
sem einkenndi æskuár Sigurjóns var
áhugi á tækni og hvers konar vélbún-
aði, sem á þeim árum var að berast
hingað, en Sigurjón og bræður hans
voru þar í fararbroddi sveitunga sinna
að tileinka sér og nýta ýmsar nýjungar
á því sviði, eins og raunar kom fram í
ævistarfinu síðar. Hann var einn vetur á
Iþróttaskólanum í Haukadal hjá hinum
kunna íþróttafrömuði og hugsjóna-
-253-