Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 256
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
manni Sigurði Greipssyni. Hann var og
nokkrar vetrarvertíðir í Vestmannaeyj-
um en vann einnig mikið hjá Vega-
gerðinni undir stjórn Erlendar vega-
verkstjóra á Hárlaugsstöðum, var þá
með vörubíla og jarðýtur og sá einnig
um viðgerðir og viðhald þessara tækja.
Hann réðist síðan til vinnu á bif-
reiðaverkstæðum í Reykjavík í nokkur
ár og aflaði sér réttinda sem bifvéla-
virki. Um áramótin 1948-49 hóf hann
síðan störf á bifreiðaverkstæði Kf.
Rangæinga og vann þar í nokkur ár.
Eftir það starfaði hann nokkur ár hjá
Austurleið hf. með bræðrum sínum. En
1971 varð hann verkstæðisformaður
hjá kaupfélaginu á Rauðalæk og bjó
hann þar með fjölskyldu sinni til 1977.
Þá tók hann við starfi hjá prjónastofu
Kf. Rangæinga og sá um vélbúnað þar
meðan hún var í rekstri. Síðustu starfs-
ár sín vann hann hjá vélsmiðju Kf.
Rangæinga.
Sigurjón kvæntist árið 1951 Mar-
gréti Hreinsdóttur frá Kvíarholti í Holt-
um og byggðu þau sér lítið einbýlishús
að Hvolsvegi 7 árið 1955. Þau eign-
uðust þrjú börn: Olaf Hrein, Björgu og
Sigurjón. Aður hafði Margrét eignast
dæturnar Erlu og Þórunni Matthíasdæt-
ur og ólust þær einnig upp hjá stjúp-
föður sínum og móður.
Sigurjón var jafnan eftirsóttur starfs-
maður í sínu fagi, enda færni hans við
brugðið þegar vanda þurfti að leysa á
sviði vélfræði og tæknibúnaðar hvers
konar. Fékk margur að njóta hugvits
hans og handa í þeim efnum, einnig
utan venjulegs vinnutíma, því að hann
var bóngóður og hjálpsamur og vildi
hvers manns vanda leysa.
Margrét kona Sigurjóns lést árið
1989 eftir langvinn veikindi. Hafði
Sigurjón annast um hana af mikilli
nærfærni og hætt vinnu utan heimilis
til að geta veitt henni sem besta að-
hlynningu og stuðning í veikindum
hennar. Sigurjón var næmur á tilfinn-
ingar annarra og vel heima í Ijóðum og
spekimáli þjóðskáldanna og kunni að
meta tign og fegurð landsins.
Hann bjó við skerta heilsu síðustu
árin, en var sem áður ávallt tilbúinn til
að leggja hjálparhönd vinum og kunn-
ingjum og leysa úr vanda þeirra sem til
hans leituðu. Hann lést að heimili sínu
í Hvolsvelli sem áður segir og var útför
hans gerð frá Stórólfshvolskirkju 6.
ágúst 1994.
(Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað)
Sigurlín Stefánsdóttir, Ægissíðu
Sigurlín Stefánsdóttir leit ljós þessa
heims 2. dag júnímánaðar árið 1901.
Hún var elst 9 barna hjónanna þar,
þeirra Aslaugar Einarsdóttur húsfreyju
frá Steinum undir Eyjafjöllum og Stef-
áns bónda hennar Bjarnasonar frá
Gíslakoti í sömu sveit. Börnin voru,
auk Sigurlínar, þau Guðfinna, Einar,
Guðbjörg Sigríður, Guðmundur, Þóra,
Þórarinn, Sveinbjörn Júlíus og Harald-
ur. Sjö þeirra komust til fullorðinsára,
en tvö dóu í æsku, þau Þóra, tvíbura-
systir Guðmundar, sem dó aðeins mán-
-254-