Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 257
ANNÁLAR
Goðasteinn 1995
Dánir
aðargömul á jólunum 1910, og Þórar-
inn, sem heitinn var eftir systur sinni,
dó þriggja ára gamall snemma árs
1916. Auk sinna eigin barna ólu þau
Stefán og Aslaug upp fósturbarn; Guð-
laug Lárusson, systurson Áslaugar. Af
þessum stóra systkinahópi lifa nú eftir
bræðurnir Einar og Haraldur.
Sigurlín ólst upp í hollustu við þær
gömlu og góðu dyggðir, vinnusemi og
trúmennsku. Frá unga aldri tók hún því
til hendi við hin fjölþættu störf sveita-
heimilisins, þar sem stöðugt biðu verk-
efni fyrir smáar hendur jafnt sem stór-
ar, og þeim mun meiri kröfur til hennar
gerðar sem hún var elst sinna systkina.
Þannig liðu æskuárin við störf og leiki
á fjölmennu heimili, í góðu samfélagi
grannbæjanna í Bjóluhverfinu, þar sem
börn og fullorðnir áttu mikið saman að
sælda. Sigurlín hleypti heimdraganum
um tvítugt, og fór þá til tveggja ára
dvalar í Reykjavrk, þar sem hún lærði
matreiðslu fyrra árið í því gamalkunna
húsi Iðnó í Vonarstræti, hjá konu sem
kölluð var fröken Steinsen, en fór í vist
seinni veturinn. Næstu ár á eftir var
hún að mestu heima í Bjólu þar sem
hún vann heimilinu með ýmsu móti.
Þar lærði hún vefnað, og fékkst löngum
mikið við hann; óf vaðmál í fatnað,
rúmteppi, dúka o.fl. Einnig lærði hún
að spinna á rokk og hélt þeirri kunnáttu
sinni við alla ævi, auk þess sem hún
saumaði mikið og prjónaði. Sigurlín
varð þannig handgengin hinni gömlu
verkmenningu íslenskra sveitaheimila
og öðlaðist þar traust og haldgott vega-
nesti.
22. júlí árið 1927 giftist Sigurlín
sveitunga sínum frá Ægissíðu, Guð-
mundi, syni hjónanna þar, þeirra Jóns
Guðmundssonar og Guðrúnar Páls-
dóttur. Ungu hjónin hófu þá þegar bú-
skap á Ægissíðu á móti bróður Guð-
mundar, Þorgils, og konu hans, Krist-
ínu Filippusdóttur. Stóð það sambýli
við mikla farsæld óslitið til dauðadags
Guðmundar, hinn 28. desember 1962.
Þeim Sigurlín og Guðmundi búnað-
ist vel alla tíð, og höfðu nóg fyrir sig
að leggja, enda vinnusöm og regluföst
á alla grein. Sigurlín var heimakær
kona að eðlisfari, og naut þess að hlúa
að heimili sínu utan dyra sem innan.
Hún hafði mikið yndi af öllum gróðri
og garðrækt og dvaldi ófáar stundir úti
við þar sem hún tók til hendi í garð-
inum. Auk búskaparins önnuðust þau
hjónin póststöðina sem staðsett var á
Ægissíðu, og sinntu þeirri fyrirhafn-
arsömu skyldu sem öðrum af fullri trú-
mennsku. Þrátt fyrir miklar annir
heima fyrir gaf Sigurlín sér þó tóm til
að taka þátt í félagsstörfum í sveit sinni
og sókn. Hún var stofnfélagi í tveimur
-255-