Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 258
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
kvenfélögum, bæði Kvenfélaginu
Hörpu, sem hún starfaði í meðan það
var og hét, og síðan í Kvenfélagi
Oddakirkju, þar sem hún var heiðurs-
félagi síðustu árin.
Þeim hjónunum, Sigurlín og Guð-
mundi, varð auðið tveggja barna,
Stefáns, sem dó aðeins 3ja mánaða
gamall hinn 22. janúar árið 1930, og
Guðrúnar, húsfreyju á Ægissíðu, sem
gift er Einari Olafssyni frá Þjótanda í
Villingaholtshreppi. Þau Guðrún og
Einar höfðu stofnað heimili á Ægissíðu
og tekið við búi að nokkru þegar Guð-
mundur lést, og upp frá því bjó Sigur-
lín hjá þeim. Samband mæðgnanna
Sigurlínar og Guðrúnar var alla tíð
mjög náið og gott, sem ekki hvað síst
birtist í fagurri umhyggju og fórnfúsri
umönnun dótturinnar við ellihruma
móður sína síðustu sex árin, sem vakti
aðdáun allra er til þekkja. Þrátt fyrir
þverrandi heilsu og krafta hafði Sigur-
lín þó fótavist til hins síðasta og naut
nægrar sjónar til að sjá á bók, svo og á
prjónana sína, en á þeim skildi hún
eftir hálfprjónuð sokkaplögg þegar hún
lagði þá frá sér í síðasta sinn. Hún lést
eftir skamma legu á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi hinn 17. janúar 1994,
92ja ára að aldri.
Útför hennar var gerð frá Odda-
kirkju 22. janúar 1994.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Sólveig Eysteinsdóttir frá
Skammbeinstöðum
Sólveig Eysteinsdóttir var fædd í
Tjarnarkoti í Austur-Landeyjum 20.
ágúst 1908. Foreldrar hennar voru
Þorgerður Jóhannesdóttir og Eysteinn
Gunnarsson. Hún átti sex systkini.
Sólveig bjó fyrst með móður sinni í
Vestmannaeyjum og ólst þar upp.
Þorgerður var klæðskeri og seinna,
þegar Sólveig óx upp, höfðu þær
mæðgurnar saman matsölu fyrir
vertíðarfólk.
Sólveg giftist í Vestmannaeyjum
Óla Frímannssyni. Þau eignuðust tvo
syni, Ottó Eyfjörð Ólason og Elías
Eyberg Ólason. Þau Sólveig og Óli
slitu samvistir.
Sólveig fluttist að Skammbeins-
stöðum 1937 og giftist Karli Péturssyni
hinn 2. júní 1938. Þau tóku við búi á
Skammbeinsstöðum 1939. Synir
Sólveigar af fyrra hjónabandi hennar
ólust upp á Skammbeinsstöðum og
Karl varð þeim annar faðir. Saman
eignuðust Sólveig og Karl tvö börn,
-256-