Goðasteinn - 01.09.1995, Side 259
Dánir
Goðasteinn 1995
ANNÁLAR
Auði og Pétur Viðar. Þau ólu líka upp
son Auðar, Karl Lúðvíksson.
Á Skammbeinsstöðum voru tveir
aðrir ábúendur, Jón Óskar, bróðir
Karls, og Sigurður J. Sigurðsson. Þau
Sólveig og Karl bjuggu allan sinn
búskap á Skammbeinsstöðum og áttu
þar gott heimili. Þar var gestkvæmt og
mörg börn voru hjá þeim á sumrin,
skyld og óskyld. Sólveig vann öll störf
úti og inni. Hún var félagslynd, var í
kvenfélaginu Einingu og hafði mikinn
áhuga á starfinu og þau hjónin voru
bæði í kirkjukómum í Marteinstungu.
Þau fluttust að Lundi á Hellu árið
1984 og bjuggu fyrst í húsi sem þau
byggðu sér við dvalarheimilið. Seinna
bjuggu þau inni á Lundi og undu sér
vel á báðum stöðum.
Sólveig var fínleg í útliti og alúðleg
og höfðingleg í viðmóti. Sólveig dó á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 11.
maí 1994. Hún var jarðsett í Marteins-
tungukirkjugarði 21. maí.
(Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir í
Þykkvabœ)
Steinunn Einarsdóttir frá Nýjabæ
Steinunn var fædd 18. desember
1907, dóttir Einars Sveinssonar bónda í
Nýjabæ og konu hans, Kristínar Páls-
dóttur frá Fit, yngst 11 mannvænlegra
systkina sem nú eru öll horfin sýnum
en ein fóstursystir er á lífi, Sigríður
Gísladóttir. Steinunn missti móður sína
12 ára gömul og bar eftir hana langan
trega. Tveimur árum seinna tók Einar
bróðir hennar við búi í Nýjabæ með
konu sinni Katrínu Vigfúsdóttur ljós-
móður. Næstu ár var Steinunn þeim
styrk stoð í starfi og annaðist heimilið
af mikilli umhyggju í mörgum fjarvist-
um Katrínar ljósmóður. Einar Sveins-
son dó 1929. Upp úr því fór Steinunn
að vinna í Vestmannaeyjum á vetrum
en á sumrum vann hún sem áður heim-
ilinu í Nýjabæ, fórnfús og afkastamikil,
ekki síst við rakstrarstörfin og hey-
vinnu á votenginu í Nýjabæ. Framræsla
og ræktun breyttu býlinu í höfuðból er
kom fram undir miðja öldina. Steinunn
var ekki að öllu sátt við það. Skurðirnir
breyttu ásýnd jarðarinnar, vinnulagi og
ekki síst fuglalífinu sem var svo stór
hluti af vorkomu og sumri í vitund
Steinunnar. Hún var íhaldssöm á það
sem var gamalt og gott, sjálfstæð í
hugsun og sagði meiningu sína er við
átti. Umhyggja hennar í lífinu náði
jafnt til manna sem málleysingja og
ættrækni hennar, einkum í garð ættbar-
na í Nýjabæ og víðar, var mikil.
Steinunn flutti til Reykjavíkur um
1950 og átti þar heimili síðan. Þar tók
hún að sér þjónustustörf á heimilum,
-257-