Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 260
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
annaðist börn og gamalmenni og þá
sem sjúkir voru og vann sér hvarvetna
hylli. Nokkur ár átti hún heimili hjá
Sigríði fóstursystur sinni. Um skeið var
hún gangastúlka á fæðingardeild Land-
spítalans, mikils metin í starfi. Efstu ár
átti hún heimili í Lönguhlíð 3 í Reykja-
vík og síðustu 5 ár í Hafnarbúðum, þá
þrotin að heilsu. Þar andaðist hún þann
24. nóvember.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Valgeir Sigurðsson, Þingskálum
Valgeir var fæddur á Þingskálum á
Rangárvöllum hinn 16. nóvember árið
1934. Foreldrar hans voru hjónin þar,
þau Sigurður Eiríksson frá Árbæ á
Rangárvöllum, sem ólst upp á Keldum,
og Júlía Guðjónsdóttir frá Nefsholti í
Holtum. Júlía lifir son sinn í hárri elli,
en Sigurður lést árið 1973. Þau hjón
eignuðust fjögur böm, og komust þrjú
þeirra til fullorðinsára. Valgeir var
næstyngstur, en elst var Málfríður, sem
aðeins lifði í þrjú dægur. Næstelstur er
Ingólfur og yngst er Sólveig, og búa
þau systkin ásamt móður sinni heima á
Þingskálum.
Valgeir ólst upp við fastheldni á
fomar venjur verkmenningar sveitanna.
Foreldrar hans höfðu gömul gildi mjög
í heiðri utan dyra sem innan, og létu
ekki hrekjast undan hvaða kenninga-
vindum sem blésu, hvorki varðandi
lífsviðhorf sín né lífshætti. Valgeir tók
eins og önnur böm og ungmenni virkan
þátt í lífi og störfum heimilis og sveit-
ar, sótti barnaskólanám á vetrum að
Strönd, en fljótlega upp úr fermingu fór
hann að stunda vinnumennsku á ýms-
um bæjum í hreppnum, skamman tíma
í senn. Tvítugur að aldri fór hann til
Reykjavíkur, og vann þar ýmis störf á
veturna næstu þrjá áratugina.
Strax á unglingsárum kom fram
bókhneigð hans og fræðaþrá. Hann hélt
þá strax til haga öllu prentuðu máli sem
inn á heimilið kom, og hélst sú hneigð
við hann alla tíð, því hann safnaði
talsverðu af bókum um dagana, einkum
á sviði ættfræði og sögu, svo og nátt-
úrufræða. Snemma á Reykjavíkur-
árunum tók hann að heyja sér forða á
söfnum, aðallega Landsbókasafni og
Þjóðskjalasafni, og var þá tekinn að
leggja drög að merku ritverki sínu,
Rangvellingabók, sem gefin var út af
Rangárvallahreppi í tveimur bindum
árið 1982. Sú bók hefur að geyma
jarða- og ábúendatal í Rangárvalla-
hreppi frá landnámstíð til okkar daga,
og liggur að baki henni ómæld vinna
við upplýsinga- og heimildaleit, svo og
-258-