Goðasteinn - 01.09.1995, Page 261
ANNALAR
Dánir
Goðasteinn 1995
vandasama og samræmda skráningu
upplýsinga á aðgengilegu formi. Allt
þetta verk vann Valgeir í hjáverkum,
enda teygðist það vel á þriðja áratug.
Ekki var Rangvellingabók fyrr kom-
in út en ýmsir aðrir Rangæingar tóku
að falast eftir kröftum Valgeirs til að
taka saman efni í samsvarandi bækur
fyrir aðrar sveitir í héraðinu. Þar var
um að ræða Asahrepp, Holt og Land-
sveit, Djúpárhrepp og Austur-Land-
eyjar. Var hann ráðinn til verksins, og
frá árinu 1985 var hann í hálfu launuðu
starfi við það. Honum hafði áunnist
mikið er hann lést, en átti þó enn tals-
verðu verki ólokið svo búa mætti fyrstu
bækumar til prentunar.
Valgeir kunni vel þessari tvískipt-
ingu krafta sinna, að vera annars vegar
upptekinn af persónu- og byggðasögu
héraðs síns í gömlum skjölum og bók-
um, en hins vegar virkur þátttakandi í
bústörfunum á Þingskálum. Hann stóð
traustum fótum beggja vegna. Hann
naut þess að taka til hendi og grípa í
líkamlega erfiðisvinnu heima fyrir, og
þó svo að búskapurinn ætti ekki hug
hans allan, þá voru ferfættu vinirnir
honum afar kærir og hann þeim. Hvers
konar ræktun féll honum vel, og lagði
hann mikið á sig við uppgræðslu í
heimalandinu. Valgeir var einnig bú-
hagur maður, og gat dyttað að því sem
aflaga fór og gera þurfti við. Og
fræðimaðurinn fékk líka að njóta sín
heimafyrir, því þaðan brá hann sér
stundum í langar gönguferðir á slóðir
fornra eyðibýla, þar sem hann réði í
staðhætti þeirra, og staðsetningar, ör-
nefni, jarðfræði og náttúrufar. Heima á
hlaði á Þingskálum fengu líka margir
aðvífandi gestir að njóta leiðsagnar
hans og þekkingar á þingstaðnum forna
og sögu hans.
Þrátt fyrir sín fjölþættu áhugamál,
sem snertu marga fleti á öðrum grein-
um og tengdust einnig mörgu fólki, var
Valgeir þó fremur hlédrægur og dulur
maður að eðlisfari. Hann var að vísu
hjálplegur og greiðvikinn og vildi
hvers manns vanda leysa, en þess utan
fór hann sína leið. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum, tók
óbeinan þátt í sveitarstjórnarmálum hér
í sveit nú á seinni árum, og fylgdist vel
með félagsmálum bænda. Ohætt er að
segja að hann hafi verið mikill íslend-
ingur, gegnheill fylgismaður þjóðfrelsis
og unnandi sígildrar íslenskrar menn-
ingar í tali og tónum. Hann var reglu-
samur á alla grein, stakur bindindis-
maður á áfengi og tóbak, snyrtimenni
mikið og dagfarsprúður. Hag móður
sinnar bar hann mjög fyrir brjósti, og
reyndist henni alla tíð góður sonur,
ekki síst nú í seinni tíð þegar aldurinn
er tekinn að færast yfir hana.
Valgeir varð bráðkvaddur langt um
aldur fram, 59 ára gamall, að kvöldi
fimmtudagsins 3. febrúar 1994, þar
sem hann var staddur á Kaldbak, næsta
bæ við Þingskála.
Með Valgeiri er genginn fágætur
maður. Hann var án efa verðugur full-
trúi síðustu kynslóðar sjálfmenntaðra
alþýðufræðimanna, og reis sannarlega
undir nafni sem fræðimaður, sem öguð
og vönduð vinnubrögð hans og efnis-
-259-