Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 262
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
tök bera ljósan vott um. Arfur iðju hans
mun reynast okkur, sem nú byggjum
Rangárvallahrepp, svo og komandi
kynslóðum, dýrmæt uppspretta þekk-
ingar, og veita sýn inn í horfinn heim
og aðstæður, og minna á orð skáldsins,
Einars Benediktssonar:
„Aðfortíð skal hyggja,
effrumlegt skal byggja,
ánfræðslu þess liðna
sést ei, hvað er nýtt.“
A þann hátt munu verk Valgeirs lifa
lengi með Rangæingum og öðrum er
unna þjóðlegum fróðleik af þessu tagi.
Valgeir Sigurðsson var jarðsunginn
frá sóknarkirkju sinni að Keldum á
Rangárvöllum hinn 12. febrúar 1994.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
Þórdís Þorsteinsdóttir frá Meiri-
Tungu
Þórdís Þorsteinsdóttir fæddist í
Meiri-Tungu 20. ágúst 1903. Foreldrar
hennar voru Þórunn Þórðardóttir frá
Hala í Háfshverfi og Þorsteinn Jónsson
frá Meiri-Tungu, sem hét þá Moldar-
tunga. Þórunn var ljósmóðir og Þor-
steinn oddviti. Bræður Þórdísar voru
Kristjón, sem var kallaður Kái, og
Þórður. Dagbjört Guðmundsdóttir frá
Króki kom 11 ára gömul í Meiri-Tungu
þegar mamma hennar dó. Hún var
yngri en Þórdís en ólst upp með henni
og þær sýndu hvor annarri ævilanga
tryggð. Guðmundur Kr. Símonarson,
örlítið eldri en Þórdís, bjó líka í mörg
ár hjá foreldrum hennar.
í Meiri-Tungu var þríbýli. Þórdís,
móðursystir Þórdísar, var gift Bjarna
föðurbróður hennar. A þeirra heimili
voru fimm börn. Fjölskyldurnar tvær
bjuggu saman í húsi, en svo byggðu
þau Bjarni og Þórdís við húsið og flutt-
ust þangað. Á þriðja bænum bjuggu
Vigdís Gísladóttir og Vilhjálmur Þor-
steinsson, en þau áttu 15 börn. Einn
sona þeirra var Ketill, en kona hans var
Þórhalla í Meiri-Tungu sem minnst er í
þessu riti.
Mannlífið í Meiri-Tungu var mikils
háttar. Allt hjálpaðist að, góðvild og
skynsemi foreldranna á öllum bæjun-
um, frelsið og gleðin í barnaskaranum
og mannlífið sem dreif að vegna þess
að Meiri-Tunga var miðstöð sveitar-
innar, heimili ljósmóðurinnar, oddvit-
ans og organistans, símstöð og við-
komustaður rútubílsins. Og á sumrin
kom kaupafólk og böm komu til sum-
ardvalar.
Þórdís fór ung að sinna húsmóður-
störfum vegna fjarveru móður sinnar
-260-