Goðasteinn - 01.09.1995, Side 263
ANNALAR
Dánir
Goðasteinn 1995
vegna ljósmóðurstarfanna. Árið 1919
kom símstöð í Meiri-Tungu. Þorsteinn
faðir Þórdísar var fyrsti símstjórinn, þá
Kái bróðir hennar og svo Þórdís sjálf.
Hún var símstöðvarstjóri frá 1962 til
1974. En allir hjálpuðust að og síminn
með öll þau erindi sem fylgdu honum
var drjúgur þáttur tilverunnar.
Þórdís giftist Ragnari Marteinssyni
frá Hallstúni hinn 3. maí 1941. Þau
hófu búskap á eigin vegum í Meiri-
Tungu. Böm þeirra eru tvö, Guðmar og
Þómnn.
Þórdís var ljúflynd og mild en um
leið mikill dugnaðarforkur. Hún dó á
Sjúkarhúsi Suðurlands 18. júlí 1994 og
var jarðsett í Árbæjarkirkjugarði 23.
júlí.
(Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir í
Þykkvabæ)
Þórður Ólafsson, Lindarbæ
Þórður Kristinn Ólafsson, eins og
hann hét fullu nafni, fæddist í Lindar-
bæ 8. dag júnímánaðar árið 1896. Átti
hann til gróinna bændaætta að telja
beggja vegna: Foreldrar hans voru
hjónin Margrét Þórðardóttir húsfreyja í
Lindarbæ og bóndi hennar Ólafur
Ólafsson, síðar hreppstjóri. Bar Þórður
nafn afa síns, Þórðar Guðmundssonar
alþingismanns og bónda á Hala í Holt-
um, sem kvæntur var Valdísi Gunnars-
dóttur, og stóðu þeim megin að honum
traustir, rangæskir stofnar. I föðurætt-
ina átti Þórður ættir að rekja vestur í
Borgarfjörð, en faðir hans var sonur
hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ragn-
hildar Ólafsdóttur á Lundum í Staf-
holtstungum. Foreldrar Þórðar, þau
Ólafur og Margrét, hófu búskap á
Lindarbæ árið 1887. Ólafur var þá
sigldur maður, hafði stundað búfræði-
nám í Noregi og Danmörku, og var í
röð fyrstu íslendinga sem sóttu slíka
menntun til útlanda.
Margréti og Ólafi varð auðið sex
barna; fjögurra sona sem allir komust
til manns, og tveggja dætra sem báðar
dóu barnungar. Þau voru Ásgeir heild-
sali í Reykjavík, Ólafur bóndi og
hreppstjóri í Lindarbæ, Þórður, Ragn-
hildur, Ragnar hæstaréttarlögmaður í
Reykjavík, og Aðalheiður. Lifði Þórður
systkini sín öll. Ólafur faðir hans lést
1943 en Margrét móðir hans tveim ár-
um síðar.
Frá barnæsku vandist Þórður eins og
flest önnur börn við öll venjubundin og
nauðsynleg störf sveitaheimilisins.
Sem ungur maður sótti hann nokkrar
vertíðir til Þorlákshafnar, og urðu þær
fjarvistir að heiman hinar einu sem
nokkru námu, því hann var að öðru
-261-