Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 264
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Dánir
leyti bundinn átthögum sínum heima í
Lindarbæ. Heimili og búi foreldra
sinna þar vann hann dyggilega, uns
þeir bræðurnir, Ólafur og hann, tóku
við búsforráðum árið 1936. Bjuggu
þeir saman meðan báðir lifðu, og bún-
aðist vel. Má heita fátítt að jafn gamlir
menn standi fyrir búskap svo lengi, því
bændur voru þeir af lífi og sál, enda
þótt bústofninn síðustu árin væri ekki
stór. Vegna félagsstarfa Ólafs um árabil
mæddu störfin heima fyrir að sínu leyti
meira á Þórði, sem var afar heimakær
og fremur hlédrægur, en um leið ötull
og dyggur bóndi og verkadrjúgur mað-
ur.
Þannig undi Þórður sína löngu ævi í
kyrrð sveitalífsins heima í Lindarbæ.
Hann var bókhneigður og bókelskur
maður, las mikið, hlustaði á útvarp og
fylgdist með gangi viðburða þjóðmál-
anna til æviloka. Hann var enda alinn
upp í slíkum anda upplýsingar, mennta
og menningar. Faðir hans kenndi börn-
um heima, eins og þegar er getið, og
stofnaði Lestrarfélagið Þörf. Var bóka-
kostur þess til húsa í Lindarbæ, og ann-
aðist Þórður lengi um safnið ásamt
Ólafi bróður sínum. Þeim sem kynntust
Þórði duldist ekki hversu fjölfróður
hann var og minni átti hann óbrigðult
til æviloka.
Árið 1938 gerðist Svanhvít Guð-
mundsdóttir ráðskona á heimili þeirra
Lindarbæjarbræðra, við hlið Sigríðar
Gísladóttur, sem hafði verið heimilis-
föst á Lindarbæ samfleytt í 7 tugi ára,
er hún lést í hárri elli árið 1974. Svan-
hvít á ættir að rekja í Ámes- og Rang-
árvallasýslur, en ólst upp í Þingvalla-
sveit, Hvalfirði og í Reykjavík. Hefur
hún átt heima í Lindarbæ síðan hún
kom þar fyrst, og helgað heimilinu
krafta sína óskipta í rösk 56 ár og ein-
lægt gengið til allra verka, jafnt utan
húss sem innan. Gömlu hjónunum,
þeim Ólafi og Margréti reyndist hún
sem besta dóttir, og bræðrunum bjó
hún alla tíð gott heimili, og var þeim
styrk stoð þegar elli kerling tók að
herða tök sín, þrótturinn brast og fjúka
tók í skjólin. Síðustu árin nutu þau
heimilishjálpar, og Þórður þáði jafn-
framt heimahjúkrun reglulega. Þá eru
ónefndir góðir grannar á nágranna-
bæjunum, sem studdu sína öldnu vini í
Lindarbæ leynt og ljóst, og stuðluðu að
því að þeir fengju varið ævikvöldinu í
sínum heimaranni.
Þórður lést á Vífilsstaðaspítala hinn
26. september 1994, á fæðingardegi
móður sinnar. Útför hans var gerð frá
Oddakirkju laugardaginn 1. október
1994.
(Séra Sigurður Jónsson í Odda)
/
Þórhalla Olafsdóttir frá Meiri-Tungu
Þórhalla Ólafsdóttir fæddist í Götu í
Holtahreppi 12. september 1914. For-
eldrar hennar voru Sigríður Ármanns-
dóttir, ættuð úr Borgarfirði eystra og
Ólafur Sigurðsson úr Holtum.
Systkini Þórhöllu eru Árbjörg og
Sigurður. Þórhalla ólst upp í Götu. Hún
fór ung sem kaupakona á ýmsa bæi í
Holtahreppi og fór til Reykjavíkur í
-262-