Goðasteinn - 01.09.2018, Page 15
13
Goðasteinn 2018
æska og skólaganga
Jórunn er fædd og uppalin á Þorvaldseyri undir Austur-Eyjafjöllum. Hún er
elst af fjórum börnum Eggerts Ólafssonar og Ingibjargar Nyhagen frá Volbu
í Noregi. Ein af fyrstu minningum hennar úr bernsku er þegar amma hennar
kenndi henni að halda á nál og þræði og hún saumaði mynd af sóley með kont-
órsting. Sú mynd hefur því miður ekki varðveist, en Jórunn á hins vegar marga
aðra gripi sem hún vann á
bernskuárum sínum og hef-
ur varðveitt þá vel.
Árið 1959 fór Jórunn í
barnaskólann að Skógum, þá
9 ára. Þar bjó hún til marga
fallega og eigulega hluti, þótt
hún væri ung að árum. Flest
voru það skyldustykki. Eitt
þeirra var að hekla blúndu
úr mjög fínu garni utan um
koddaver og handsauma
hnappagat á verið. Eftir
barnaskólann fór Jórunn í
Héraðsskólann á Skógum.
Eftir skyldunámið lá leiðin í
Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði, það var 1968. Þar var Jórunn
í einn vetur og ekki var hún iðjulaus frekar en fyrri daginn. Þar saumaði hún
meðal annars skírnarkjól og vöggusett, lærði vefnað og óf værðarvoð og dúka,
auk annarra skyldustykkja.
fjölbreyttur búskapur
Jórunn flutti að Lækjartúni 1970, sama ár og hún giftist eiginmanni sínum
Sveini Tyrfingssyni. Þar bjuggu þau blönduðu búi í 40 ár. Sveinn er einnig
handverksmaður og smiður, þótt hann rói á öðrum miðum og fáist frekar við
að smíða úr tré og járni. Hann sá um allt viðhald og viðgerðir heima fyrir, hvort
sem það voru vélar eða hús. Þau eiga fimm uppkomin börn og 12 barnabörn.
Sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna eru töfrar hálendisins. Þau eru mikil
hálendisbörn og hafa eytt þar mörgum stundum saman í lengri og skemmri
ferðum. Auk þess hefur Sveinn farið á fjall, í fjársmölun, á hverju ári í hálfa
öld. Þetta áhugamál leiddi til þess að um árabil ráku þau tvær þjónustumið-
Þetta er fyrsta handavinna Jórunnar, sem hún saumaði
á Þorvaldseyri þegar hún var 7 ára.