Goðasteinn - 01.09.2018, Page 20
18
þá 37 ára piparsveinn. Á tilrauna-
búi sem heimsótt var í ferðinni sá
hann unga stúlku, sem gekk um
beina í matsalnum. Það hefur lík-
lega verið ást við fyrstu sýn. Þau
skrifuðust á og ári síðar flutti
hún til Íslands.“
glötuð námsár
„Ég man lítið eftir því þegar
ég saumaði út fyrsta verkið mitt.
En ég hafði óskaplega gaman af
því að sauma út og var alltaf að,
þetta var ástríða hjá mér. Það
var enginn sem rak mig áfram.
Ég fór í Kennaraskólann en fann
mig ekki þar, enda er ég enginn
kennari í mér. Eftir á að hyggja
þá hefði ég auðvitað farið í hann-
yrðaskóla ef ég bara hefði vitað
að þeir væru til. Það voru engar
upplýsingar um slíkt þegar ég var
innan við tvítugt og var að velta
því fyrir mér hvað ég vildi læra.
Það kom fullorðin kona á sýninguna í sumar, sem virtist kunna allt í sam-
bandi við útsaum og hverskonar handavinnu. Það kom á daginn að hún hafði
farið í hannyrðaskóla, bæði í Þýskalandi og Frakklandi. Það er ekki laust við að
mér vökni um augu þegar ég hugsa til þess hvað það hefði getað breytt miklu
fyrir mig að fara í svona nám.
Ég hef vissulega farið á ýmis námskeið í handverki, meðal annars í postu-
línsmálun. Ég lærði líka að orkera, sem kallað er, og saumaði upphlut á sjálfa
mig. En ég finn fyrir kunnáttuleysi, það er svo margt sem ég kann ekki, til
dæmis varðandi hvernig maður meðhöndlar efnin sem maður er að vinna með
í það og það skiptið. Mig vantar kunnáttu við fráganginn, hvernig maður fær
bestu hugsanlegu áferð og endingu, og svo framvegis. En ég hef reynt að bjarga
mér einhvernveginn.“
Goðasteinn 2018
Þessa mynd, sem flokkast undir það sem kallað er
myndvefnaður, óf Jórunn á námskeiði hjá kvenfé-
laginu.