Goðasteinn - 01.09.2018, Page 27
25
Goðasteinn 2018
Keldur var með stærstu og kostamestu jörðum landsins frameftir öldum og
eftirsótt stórbýli. Eftir Heklugosið 1510 herjuðu sandstormar á jörðina og rýrðu
kosti hennar til muna. Ekki eru til nákvæmar frásagnir um glímu Keldnamanna
við sandfokið fyrstu aldirnar eftir gosið 1510. Tímabilið frá 1882-1941 var
sérlega erfitt. Þá voru oft mikil og langvarandi norðanveður með tilheyrandi
sandfoki, sem oftar en einu sinni færðu bæinn nánast á kaf, svo og túnin í kring.
Fyrir nútímafólk er erfitt að ímynda sér að fólk skuli hafa lagt í þá glímu, sem
flestum í þá daga hefur efalítið virst óvinnandi, að moka bæinn og túnin upp
aftur og aftur í mannsaldra og flytja sandinn í bæjarlækinn, sem flutti hann til
sjávar. Allt á höndum með frumstæðum verkfærum. Til þess hefur þurft bjart-
sýni, áræðni og þrek, sem aðeins fáum er gefið.
Skúli Guðmundsson, f. 1862 d. 1946, var bóndi á Keldum í 50 ár, frá 1895-
1946. Áður en hann tók formlega við búinu var hann ráðsmaður móður sinnar
í 11 ár. Hann háði því glímuna við sandfok og uppblástur á því tímabili, sem
baráttan við þessi eyðingaröfl var sennilega hvað hatrömmust. Hann unni jörð-
inni eins og barni sínu og lagði allt í sölurnar til að bjarga henni. Skúli var síð-
asti bóndinn í gamla bænum. En hann var ekki síður fræðimaður en bóndi og
gerði sér grein fyrir mikilvægi býlisins í sögu lands og þjóðar. Hann lagði alla
ævi kapp á að varðveita sögu staðarins, lausamuni og minjar. Að mati Þórðar
í Skógum er Skúli bjargvættur Keldna. Þjóðminjasafn Íslands eignaðist gamla
bæinn 1942 og hefur umsjón með honum og öðrum byggingum síðan Skúli lést
og búskapur lagðist af 1946. Gamli bærinn er opinn gestum á sumrin og boðið
er upp á leiðsögn og sögustund gegn vægu gjaldi.
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, er dóttursonur Skúla og Svanborgar.
Hann bjó í gamla bænum á Keldum ásamt Kristínu Skúladóttur móður sinni
og systkinum eftir að faðir hans féll frá, langt fyrir aldur fram. Sigurður, Skúli
bróðir hans og Kristín móðir þeirra hafa öll skrifað endurminningar um Keldur,
búskaparhætti og mannlíf. Eftirfarandi samantekt Sigurðar, dálítið stytt, er birt
með góðfúslegu leyfi hans.
Jens Einarsson