Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 29
27
Goðasteinn 2018
Vestan heimatúns í Gunn-
arsholti er myndarlegt sögu-
safn um landgræðslu á Íslandi.
Þar er lýst með myndum,
spjöldum, jarðvegi, gróðri,
tækjum, vélum o.fl. viðnámi
gegn eyðingu gróðurs og jarð-
vegs á Íslandi og hvernig vörn
gegn eyðingaröflunum var
snúið í sókn, meðal annars á
Keldum. Hjá sagnagarðinum
er nýreist sofnhús, byggt eftir
leiðbeiningum Þórðar Tóm-
assonar í Skógum. Sofnhús voru lengst í notkun í Skaftafellssýslum. Í þeim
var verkað melkorn til mjölgerðar. Skammt austan Gunnarsholts er farið hjá
Reyðarvatnsréttum. Á hæð nokkru austar, nálægt mörkum jarðanna Stokka-
lækjar og Keldna, blasa Keldur við og Kirkjuhóll. Þar eru upptök Stokkalækjar.
Kirkjugestir, sem komu ríðandi vestan að, höfðu fataskipti við Kirkjuhól, ef
veður var gott, annars í baðstofu eða stofu á Keldum. Frá Kirkjuhóli blasir
við Hólavöllur með vörðunni stóru og hringhlöðnu efst. Hún er kennimerki
og steinborg Keldna „stonehenge“. Varðan er hol að innan. Grannur maður gat
komið sér fyrir þar og fylgst með mannaferðum. Var hún kannski varðturn stað-
arins? Kirkjuturninn teygir sig upp úr hrauninu, sem brátt er uppgróið. Um
langt skeið voru Keldur eins og vin í eyðimörk sandsins.
Önnur leið til Keldna af Hringvegi er frá Djúpadal, vestan Eystri–Rangár,
fram hjá Hofum tveim. Á Stóra–Hofi var áður sýslumannssetur. Þar bjó Einar
Benediktsson sýslumaður og skáld 1904 – 07. Sólborg Jónsdóttir hét stúlka sem
hafði átt barn með hálfbróður sínum á Svalbarði í Þistilfirði. Þau ólust ekki upp
á sama stað og vissu ekki um skyldleikann. Einar, nýútskrifaður lögfræðing-
ur, hafði réttað yfir henni þar í ársbyrjun 1893 í umboði föður síns, Benedikts
Sveinssonar, sem þá var sýslumaður Þingeyinga. Sólborg fyrirfór sér áður en
yfirheyrslu lauk. Eftir það fylgdi hún Einari í fimmtán ár, að hann taldi. Hennar
varð vart á Stóra–Hofi, að mönnum fannst, eftir að Einar kom þangað. Einar
losnaði við fylgjuna, þegar hann flutti af staðnum. Hann notaði til þess ráð
Skúla Guðmundssonar, afa míns á Keldum, að sögn Inga Gunnlaugssonar frá
Kiðjabergi. Kristín Sigurðardóttur frá Selalæk, sem var organisti í Oddakirkju
um skeið, kannaðist við þessa sögu og móðir mín Kristín Skúladóttir einnig.
Skúli gaf Einari það ráð að fara til kirkju í Odda, án þess að láta nokkurn vita
Gamli bærinn á Keldum skömmu fyrir aldamótin 1900.
Athygli vekur hinn veglegi húsagarður. Framstafn kirkj-
unnar og norðurhlið eru með listaþili, bárujárnslaus.
Ljósm. Þjóðminjasafn Íslands