Goðasteinn - 01.09.2018, Page 31
29
Goðasteinn 2018
ingjaldur á Keldum
Fyrsti nafngreindi bóndi á Keldum var Ingjaldur Höskuldsson. Hann bjó þar
um 970–1015. Faðir hans, Höskuldur hvíti, gæti hafa búið þar frá lokum land-
námsaldar um 930 og Ingjaldur tekið við jörðinni sem erfðaeign um 970. Keld-
ur hefðu þá verið landnámsjörð. Vigfús Guðmundsson fræðimaður setur fram
þessa tilgátu í bók sinni Keldur á Rangárvöllum. Ingjaldur var mektarbóndi
og einn af boðsmönnum, þegar Gunnar frá Hlíðarenda og Hallgerður lang-
brók gengu í hjónaband um 974. Ingjaldur og Flosi Þórðarson á Svínafelli voru
tengdir. Kona Ingjalds var Þraslaug dóttir Egils bróður Flosa. Ingjaldur ætlaði
að fylgja Flosa að Bergþórshvoli, þegar Njáll og fólk hans var brennt inni um
21. ágúst 1011, en hætti við förina fyrir orð systur sinnar, Hróðnýjar. Hún átti
son með Njáli, sem Höskuldur hét og hafði að nokkru alist upp á Bergþórs-
hvoli. Höskuldur var drepinn saklaus til að hefna Þráins Sigfússonar. Hróðný
þóttist ekki sjá dauðamörk á syni sínum og flutti líkið að Bergþórshvoli. Með
því særði hún Njálssyni til að hefna bróður síns. Hróðný hafði búið með syni
sínum í Holti, sem ekki er vitað hvar var. Í Árholti, austan við gunnarsstein
hjá Eystri–Rangá um 2.5 km ofan við Keldur, eru nokkur nafnlaus eyðibýli.
Bærinn Holt, kenndur við Árholt, gæti hafa verið þar, byggður úr Keldnajörð-
inni, föðurleifð Hróðnýjar og hún setið þá jörð í skjóli bróður síns. Vað er á ánni
hjá Árholti. Ég styð skoðun Vigfúsar Guðmundssonar og Helga Hannessonar
að Holtsvað hafi verið þar. Hjá Árholti eru krossgötur og eðlilegur mótsstaður.
Alfaraleið frá Árnessýslu og Þingskálum hjá Knafahólum mætir þar vegi frá
Keldum inn á Fjallabaksleið. Austan vaðsins liggja leiðir til Fljótshlíðar beggja
vegna Þríhyrnings og austur þaðan til Skaftafellssýslu.
Eftir Njálsbrennu leyndist Flosi í 3 daga og 3 nætur með liði sínu, 100 menn
og næstum 200 hross, í dalverpi (Flosadal) uppi á Þríhyrningi, þar sem engum
datt í hug að leita og fylgdist með ferðum leitarmanna. Starkaður Barkarson
blátannarskeggs bjó ,,undir Þríhyrningi“. Þorkell bundinfóti, afi Starkaðar, nam
land umhverfis þríhyrning og bjó þar áður að talið er. Afi minn Skúli á Keldum
taldi að bærinn hefði verið þar sem seinna var nefnt Innstusel eða Kirkjulækj-
arsel. Hann er sunnan undir austurhorni Þríhyrnings. Fólkið þar var venslað
Flosa. Þar gat Flosi fengið mat handa flokknum og beit í góðum haga neðan við
fjallsræturnar í skjóli náttmyrkurs. Þorkell Jóhannesson læknir og hestamaður
sýndi fram á það (1992–1995), að þaðan var auðvelt að komast upp á fjallið og
ofan það með hestahóp.