Goðasteinn - 01.09.2018, Page 32
30
Goðasteinn 2018
Jón Loftsson í Odda
reisti kirkju og klausturhús fyrir norðan læk
Jón Loftsson (1124–1197) var sonur Lofts, Sæmundssonar hins fróða í Odda.
Kona Lofts var Þóra laundóttir Magnúsar berfætts Noregskonungs. Jón ólst upp
í Konungahellu í Noregi (nú Kungälv í Svíþjóð) til 1135, en fór þá til Íslands
með foreldrum sínum. Þau bjuggu í Stóra–Dal undir Eyjafjöllum og síðar í Odda
á Rangárvöllum. Reyndar er óvíst, hvort Þóra fluttist til Íslands. Jón Loftsson
var stjórnmálaskörungur. Hann fór með flest eða öll goðorð í Rangárþingi og
var mesti höfðingi landsins á sinni tíð, ráðsnjall, virtur og vinsæll. Oft var leitað
til hans til að dæma í málum og sætta menn. Hann tók í fóstur Snorra Sturluson
3ja vetra sem lið í sættum Hvamm–Sturlu föður Snorra og Páls Sölvasonar
prests í Reykholti. Í Odda hafði verið eitt helsta fræðasetur á Íslandi allt frá
dögum Sæmundar fróða (1056–1133), afa Jóns. Uppfóstur Snorra á Oddastað
varð því hið mesta happ fyrir íslenskar bókmenntir. Jón Loftsson rak bú að
Keldum frá 1180 eða fyrr og bjó þar sjálfur síðustu æviár sín, 1193–1197. Hann
er talinn grafinn þar. Leiði hans er ekki þekkt. Hann reisti kirkju og klausturhús
„fyrir norðan læk“ á Keldum í andstöðu við Þorlák biskup. Klaustrið var helgað
Jóhannesi skírara. Klaustrið gæti hafa starfað á tímabilinu 1193–1222. Engar
heimildir eru þó um það. Hálfdán sonur Sæmundar Jónssonar tók þá við búi á
Keldum. Á hans dögum var klausturhúsið tekið niður. Andrés bróðir hans fékk
að sögn sumt af viðunum og flutti að Eyvindarmúla í Fljótshlíð.
Innsigli Sveins príors Pálssonar sem Vigfús Guðmundsson fann í flagi norð-
an í Hólavelli árið 1891 og perlur, e.t.v. úr talnabandi, benda til klausturhalds á
staðnum. Merki um bæjarrústir þar voru ekki rannsakaðar frekar. Þær eru fokn-
ar út í veður og vind. Skyldi hér hafa verið bærinn Hólar (Hóll), sem Hólavöll-
ur dregur nafn af? Kannski hefur Sveinn príor Pálsson búið á þessu afbýli frá
Keldum.
nokkrar húsfreyjur á Keldum
Valgerður Jónsdóttir, frændkona Jóns Loftssonar, jafnan kölluð „Keldna–
Valgerður“ stjórnaði skörulega hinu mesta rausnarbúi á Keldum í 25 ár, 1198
–1223. Hún var frilla Sæmundar Jónssonar. Dóttir þeirra var Solveig, sem
Snorri Sturluson hefði viljað eiga. Seinna varð hún kona Sturlu Sighvatssonar
á Sauðafelli, hins mikla glæsimennis og kappa, bróður Steinvarar húsfreyju á
Keldum. Þau Sturla voru börn Sighvats á Grund, bróður Snorra Sturlusonar.
Hálfdan Sæmundsson frá Odda var vitur og friðsamur höfðingi. Þau Steinvör
bjuggu á Keldum í 42 ár. Hún lifði mann sinn og stýrði eftir það búi á Keldum
í 5 ár (1223–1265–1270). Hún var herská eins og hún átti kyn til og var nefnd