Goðasteinn - 01.09.2018, Side 33
31
Goðasteinn 2018
höfuðskörungur. Steinvör naut meiri virðingar en títt var um konur á hennar
tíð og var meðal annars falið hæstaréttarvald í deilum Þórðar kakala bróður
síns við Sigvarð Þéttmarsson Skálholtsbiskup. Þórður fól henni ríki sitt og bú
á Grund í utanför sinni 1246. Hún fékk það Þorvarði Þórarinssyni tengdasyni
sínum, en hann tapaði því og var hrakinn frá Grund. Gróa Sturludóttir, barna-
barn Steinvarar og Hálfdanar, stjórnaði búi á Keldum í 25 ár, 1305–1330. Hún
er minnisstæð fyrir það að grafa upp og vekja á ný átrúnað á lækningamátt
Maríubrunns. Salgerður Svarthöfðadóttir, stýrði búi Óla bróður síns á Keldum í
40 – 50 ár. Hann var prófastur í Odda 1363–1402. Meira um Keldnahúsfreyjur
síðar.
Ásbirningar og sturlungar
komu í liðsbón að Keldum 1238 og 1242
Keldnamenn voru friðsamir, en fengu ekki að njóta þess. Sumarið 1238,
nokkru fyrir Örlygsstaðabardaga, kom Kolbeinn ungi í liðsbón til mágs síns,
Hálfdanar á Keldum, með 100 manna lið. Kolbeinn var kvæntur Helgu Sæ-
mundsdóttur, systur Hálfdanar. Kolbeinn var að safna liði til að fara að Sighvati
og Sturlu og drepa þá. Hálfdan vildi ekki ganga í lið með Kolbeini unga til
herfarar gegn tengdaföður sínum og mágum sem varla var von. Kolbeinn setti
hann í varðhald á heimili sínu og hótaði lífláti, en sleppti honum eftir eina nótt
og rændi hann öllum vopnum og hestum. Ekki var friðvænlegt að búa í grennd
við Gissur Þorvaldsson sem hafði fengið það hlutverk að koma landinu undir
Noregskonung.
Þeir Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi sameinuðu lið sitt og mættu Sturl-
ungum óviðbúnum á Örlygsstöðum hinn 21. ágúst 1238. Þar féllu, auk fjölda
annarra, Sighvatur Sturluson og synir hans fjórir, Sturla, Kolbeinn, Markús og
Þórður krókur.Þegar Þórður kakali kom frá Noregi, hugði hann á hefndir eftir
föður sinn og bræður. Hann kom líka í liðsbón til mágs síns á Keldum 1242, en
Hálfdan neitaði. Þá reiddust bæði systkinin. Nú stóð ekki Steinvör þegjandi hjá,
eins og þegar Kolbeinn ungi kom í liðsbón. Hún sagði við bónda sinn, þegar
fullreynt var um neitun hans til liðveislu, að réttast væri að hann gætti búrlykl-
anna, en hún tæki vopn og safnaði liði til að hefna föður síns og bræðra. Þórður
safnaði liði, sigraði Kolbein unga í Flóabardaga 1244 og Brand Kolbeinsson í
Haugsnesbardaga 1246.
Keldur – jörðin – umhverfið
Keldur eru ekki landnámsjörð skv. rituðum heimildum, en fornar rústir
sunnan lækjar á Keldum, sem nú eru komnar á kaf í sand, gætu þó bent til þess